Heit olíumeðferð heima við – Dekraðu við sjálfa þig

Þú þarft ekki að eyða mörgum þúsundköllum í að fá fallegt og glansandi hár. Ef hárið hitnar opnar það sig og er móttækilegt fyrir efnunum sem sett er í það. Þess vegna eru ofn notaðir hitalampar og hitablásarar á hárgreiðslustofum þegar verið er að lita eða næra hárið.

Þú getur gert frábæra djúpnæringu í hárið á þér heima við sem gefur því háglans og nærir það um leið. Það sem þú þarft er eftirfarandi:

  • 3 matskeiðar ólífuolía

  • 1 matskeið hunang

  • steikarpanna eða litill pottur

  • gróf greiða 

  • plastpoki eða plastfilma

  • handklæði

Það fyrsta sem þú gerir er að setja olíuna og hunangið á pönnuna eða í pottinn og hitar það og blandar því vel saman. Svo þegar þetta fer að sjóða taktu þá af hellunni og leyfðu því að kólna meðan þú bleytir hárið í sturtunni. Helst að þvo það einu sinni með góðu sjampói.

Þerraðu hárið með handklæði og berðu svo heitu blönduna í hárið og greiddu vel í gegnum hárið með grófu greiðunni. Þegar þú ert búin að þessu þá klemmirðu hárið upp og setur plastpokann eða plastfilmuna yfir hárið því þá helst hitinn vel í á meðan næringin er að fara inn í hárið. Pakkaðu svo handklæði utan um allt saman og leyfðu þessu að bíða í svona 15 – 30 mínútur.

Þegar tíminn er liðinn taktu þá handklæðið og pokann af og leyfðu hárinu að kólna (til að hárið loki sér með næringarefnunum inní) og þvoðu síðan hárið eins og venjulega. Til að fá sem mestan glans skolaðu þá hárið í lokin með köldu vatni. Það tekur alveg pínulítið en þú vaknar alveg klárlega við það.

Njótið vel!

SHARE