Hélt við þrjár stúlkur sem komust að öllu og króuðu elskhugann af á flugvelli

Það má segja að ástin hafi bitið unga manninn hressilega í afturendann, þann sem átti þrjár kærustur samtímis og þurfti að horfast – tilneyddur – í augu við þær allar þegar hann sneri aftur heim eftir frí erlendis nú fyrir stuttu.

Eins og það eitt sé ekki nóg, heldur rataði hinn seinheppni og einkar óheiðarlegi Charlie Fisher, tvítugur að aldri, í heimsfréttirnar og hefur verið umfjöllunarefni slúðurmiðlana undanfarinn sólarhring og þykir ekki öfundsverður fyrir vikið.

Drengurinn, sem er búsettur í Hatfield Garden Village, Hertfortskíri, starfar hjá matvörukeðjunni Iceland og var í tygjum við þær Becky Connery, 17 ára, Lizzie Leeland-Cunningham, 19 ára og enn aðra stúlku á svipuðu reki, sem hefur beiðst undan því að koma fram undir nafni í fjölmiðlum.

Svikamyllan stóð yfir í heila sex mánuði án þess að nokkur stúlknanna hefði hugmynd um hvora aðra en þegar Charlie ákvað loks að fara í frí var það Becky, sem laumaðist í síma kærastans og fann þar SMS frá annarri stúlku. Becky tókst að hafa upp á stúlkunni eftir krókaleiðum gegnum Twitter og þegar þær hittust loks á kaffihúsi komust þær að því að Charlie hélt við enn aðra stúlku.

Hér má sjá skjáskot af vefsíðu Daily Mail sem sýnir SMS samskipti stúlkanna sem flettu ofan af Charlie:

1410882034280screencapture

Saman ákváðu þær að afhjúpa lygavefinn og fjölmenntu út á flugvöll þar sem þær tóku sér stöðu við komuhliðið og smelltu af þessari ljósmynd þar sem þær biðu þess saman að Charlie gengi út og í flasið á þremur bálreiðum og undrandi kærustum:

enhanced-31175-1410877145-2

 

Þegar drengurinn Charlie gekk svo í gegnum hliðið kölluðu þær allar til hans og báðu hann að koma og tala við sig, sem hann baðst undan. Í framhaldinu forðaði hann sér svo á brott í fylgd ömmu sinnar og hefur verið í felum allar götur síðan.

Lizzie sagði þannig í viðtali við Mailonline:

He came out of customs and saw all of us and his face just dropped. We said we wanted to talk to him, and he said ‘Can’t I talk to you later?’ and we said no, we wanted to talk to him now.

He came out of customs and saw all three of us and his face just dropped. I said to him “Don’t you have anything to say to us?”

 

Seinna sagði Beckie gegnum Twitter:

 

and he ran to his nana, so if any other girl is seeing him, better get yourself checked as he’s slept with everyone:)

 

Uppákoman vakti slíka athygli að breski miðillinn Daily Mail tók málið upp á sína arma og birti eftirfarandi frétt:

 Bxo0L0_IAAACoPd

 

 

Charlie, sem mun enn láta lítið fara fyrir sér, flúði flugvöllinn eins og fram kemur hér að ofan, í fylgd ömmu sinnar og hefur þverneitað að tala við allar stúlkurnar þrjár, sem væntanlega hafa fengið uppreisn æru sinnar eftir að hafa flett ofan af ástsjúkum unglingnum á flugvellinum við heimkomu frá Þýskalandi.

Þetta er Charlie, en hann þverneitar að svara spurningum bresku pressunnar: 

BxaDwi2IEAAkWhv

SHARE