Hin fallega glansmynd fjölskyldulífsins

Internetið er fullt af glansmyndum um hvernig foreldrahlutverkið er og allt er svo dásamlegt! Þeir sem eru foreldrar vita þó að þetta er ekki eintómur dans á rósum og heimilið ekki alltaf óaðfinnanlegt. Ein ung móðir í Ohio í Bandaríkjunum fékk nóg af þessu og birti myndaseríu og nefndi hana „Það er eins og þau þekki okkur“. Hún er greinilega mikill húmoristi og kaldhæðin þessi kona og fann ég mig knúna að deila þessu með ykkur eftir að ég var búin að veltast um af hlátri yfir þessu. Hér eru myndirnar og textinn sem hún setti við hverja og eina, njótið vel!

slide_369684_4251560_free

„Í alvöru, barnið mitt fúlsar aldrei við mat. Hefurðu prufað að gefa því að borða á hvítum sófa?“

slide_369684_4251566_free

„Iss hafðu engar áhyggjur, það er ekkert mál að komast út úr húsi!“

slide_369684_4251570_free

„Taka barnið með í vinnuna? Já minnsta málið, mér verður sko mikið úr verki þó barnið sé með.“

slide_369684_4251564_free

„Barnið mitt bregst aldrei við nefsugunni eins og hrætt dýr! Innst inni veit litla barnið mitt að mamma er að reyna að hjálpa. Ég elska að sjúga hor úr nefi barnsins míns!“

slide_369684_4251556_free

„Viðskiptavinir mínir eru mjög hrifnir af því þegar ég tek barnið mitt með á fundi.“

slide_369684_4251562_free

„Sönn ást toppar það að fá sitt persónulega pláss…. ALLTAF!“

Portrait of cheerful couple and their son lying on sand and looking at camera

„Frí með börnunum, það er minnsta mál. Allir koma úthvíldir og ánægðir heim eftir afslappandi ferð á ströndina. Við skulum aldrei ferðast án þeirra.“

slide_369684_4251568_free

„Svo ég sagði við hann, ef þú átt það ekki í pastellit þá hef ég ekki áhuga!“

slide_369684_4251572_free

„Ófrískar konur eru þekktar fyrir að hafa endalausa lyst… á salati!“

slide_369684_4251574_free

„Rólegar óléttu konur… geymið smá salat fyrir krakkana því við vitum öll hvað krakkar elska salat“

SHARE