Hindberjamuffins með rjómaostafyllingu og hnetumulningi

SHARE

Þessi dásemd kemur frá Eldhúsperlum

IMG_1849Hinberjamuffins með rjómaostafyllingju og hnetumulningi:

Í rjómaostakremið:

 • 200 gr rjómaostur
 • 2 msk sýrður rjómi
 • 1 tsk vanilluextract
 • 4 msk flórsykur

IMG_1821Aðferð: Öllu blandað saman með písk eða handþeytara þar til komið er slétt rjómaostakrem. Sett til hliðar.

Í muffins (bollamálið mitt er 2.4 dl):

 • 2 bollar hveiti eða fínmalað spelt
 • 1/2 bolli hrásykur
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft (eða 1 tsk venjulegt)
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk salt
 • 1/3 bolli bragðlítil olía
 • 1 bolli ab mjólk, súrmjólk eða hrein jógúrt
 • 1 stórt egg
 • 1 tsk vanilluextract
 • Rifinn börkur af 1/2-1 sítrónu (fer eftir stærð)
 • 1 1/2 bolli frosin hindber+1 msk hveiti

IMG_1819Aðferð: Byrjið á að blanda saman öllum þurrefnunum (hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti). Hrærið eggi, olíu, súrmjólk, vanillu og sítrónuberki saman í annarri skál og hellið saman við þurrefnin. Hrærið þessu varlega saman, rétt svo þannig að þetta blandist. Alls ekki ofhræra. Dustið hveiti yfir hindberin. Það kemur í veg fyrir að þau sökkvi á botninn þegar kökurnar eru bakaðar. Bætið hindberjunum svo út í og blandið þeim varlega saman við.IMG_1822

Hnetumulningur:

 • 2 msk kalt smjör
 • 2 msk hveiti eða fínt spelt
 • 2 msk púðursykur
 • 4 msk muldar valhnetur

IMG_1820Aðferð: Blandið öllu saman og vinnið saman með fingrunum þar til mulningur myndast og smjörið er samlagað þurrefnunum.

Page_1Samsetning: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri. Pappírsklæðið um það bil 18 álmuffinsform og setjið um 2 msk af hindberjadeiginu í botninn á hverju formi. Setjið því næst um 1 msk af rjómaostakreminu ofan í og svo aftur 1 msk af hindberjadeiginu. Toppið hverja köku með 1 tsk af hnetumulningnum. Bakið í 18-20 mínútur. IMG_1834IMG_1835Leyfið kökunum að kólna í forminu í um það bil 20-30 mínútur áður en þið takið þær upp úr.IMG_1840IMG_1858IMG_1867IMG_1874

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE