Margir áhugaverðir viðburðir verða kynntir til sögunnar á Hönnunarmars sem nú stendur yfir.
Einn af þeim eru bekkir hannaðir af þeim Guðrúnu Harðardóttur, Baldri Helga Snorrasyni og Kötlu Maríudóttur frá fyrirtækinu Mót. Útfærsla bekkjanna er frumleg og skemmtilegt samspil viðar og snæris nýtur sín til fulls þar sem hráleiki viðarins og litadýrð snæranna mætast. Bekkirnir eru hugsaðir til afnota jafnt innan dyra sem utan og voru upphaflega hannaðir fyrir Reykjavíkurborg  með það í huga að blása lífi í þau svæði í borginni sem hér áður fyrr voru vinsæl til lautarferða. Ég er nú þegar farið að hlakka til lautarferða í sumar með fjölskydunnni til að prófa bekkina frá Mót.

Bekkirnir verða til sýnis á Hlemmi yfir Hönnunarmars 27.-29. mars nk.

Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.

SHARE