Hnúfubakur treður sér inn á sjálfsmynd

Við höfum mörg séð geggjaðar myndir á Instagram, en þessi er nærri því að slá þeim öllum við. Will Eosner tók þessa geggjuðu sjálfsmynd með 15 metra löngum hnúfubak. Will er 24 ára gamall Ástrali og hefur verið að ferðast um heiminn síðustu 18 mánuði, en ekkert hafði búið hann undir að kafa með 6 hnúfubökum á Tonga og náði hann frábærum myndum af upplifuninni.

Sjá einnig: Hvalur villist inn í smábátahöfn

Will segir að hvalirnir höfðu sungið, dansað og skvett vatni á hann. Á einu augnabliki lyfti einn þeirra Will upp með sporði sínum og segir hann að upplifunin hafi verið æðisleg.

Sjá einnig: Svefndrukkinn hnúfubakur lúrir lóðréttur undir yfirborði sjávar

 whale-photobomb-diver-will-rosner-australia-7

whale-photobomb-diver-will-rosner-australia-8

whale-photobomb-diver-will-rosner-australia-9

whale-photobomb-diver-will-rosner-australia-10

whale-photobomb-diver-will-rosner-australia-11

whale-photobomb-diver-will-rosner-australia-13

Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.

SHARE