Humans of New York: “SVONA fæ ég ókunna til segja mér öll sín leyndarmál”

“Bannað að vera stressaður, aldrei koma aftan að fólki og gefa frá sér réttu orkuna – orðin skipta engu máli” segir ljósmyndarinn Brandon Stanton um galdurinn að baki velgengi vefsíðunnar HONY – Humans of New York.

Hafir þú ekki þegar líkað við HONY á Facebook leggjum við til að þú lítir á síðuna sem fyrst; Humans of New York spannar allt litróf mannlegra tilfinninga og þegar best lætur, hittir skemmtilega í mark. En það eru ekki myndirnar sem hafa slegið í gegn, heldur allar þær uppljóstranir sem viðfangsefni Brandons hafa gefið HONY í té.

Svo ótrúlegar viðtökur hafa orðið við ljósmyndum Brandons af íbúum New York að hann þykir eftirsóttur fyrirlesari í dag og ferðaðist þessi auðmjúki sagnfræðingur til Írlands fyrir skömmu, þar sem hann ljóstraði upp tækninni að baki trúnaðarsamtölum á götum stórborga gegnum ítarlegan fyrirlestur sem hann hélt fyrir nemendur University College Dublin.

10329255_654599434614160_3326067017006897552_n

“I got asked to act in a student film about a breakup. When I showed up, I found out that the actress was some girl who actually dumped me in 6th grade.”

Spurning allra tíma og það sem stúdenta fyrirlestursins þyrsti helst að fá svar við, er: Hvernig fer Brandon að því að nálgast ókunnuga á götum New York borgar og veiða út innstu leyndarmál þeirra á örfáum augnablikum? Viðfangsefnin gráta, hlæja og deila sínum innstu vonum og þrám, áföllum og ótta með manninum með linsuna. Hvers vegna New York, af hverju öll þessi leyndarmál og hvað í ósköpunum gerist eiginlega í tökunum? 

10151176_643488935725210_3984145780301371118_n

These two were acting like complete teenagers. When I walked up, she was nuzzling her head against his shoulder. She giggled the entire time I talked with them, while he kept a big goofy grin on his face. And whenever I asked about their relationship, she clutched his arm, looked at him just like this, giggled, then said: “We’re not telling!”


HONY vefsíðan, sem fór í loftið fyrir fáeinum misserum hefur vaxið og dafnað og það sem byrjaði sem fikt áhugaljósmyndarans og sagnfræðingsins Brandon Staton, sem greip í vélina og hóf að mynda bláókunnugt fólk á götum New York þegar hann varð atvinnulaus eftir að hafa starfað við verðbréfamiðlun um hríð.

snagit

“A coworker asked for my number the other day. My friends overheard and said: ‘He must have a thing for Indians.’ I was like, ‘Or maybe I’m just really fucking cool.'”

Brandon gaf nýverið út bókina HONY – Humans of New York sem seldist upp í forsölu, hafnaði í fyrsa sæti metsölulista New York Times Bestseller og hægt er að nálgast m.a. gegnum Amazon, en bókin hefur þegar verið prentuð í fjölmörgum upplögum og er ekkert lát á sölunni.

crazy snagit

“You photograph normal people on the street? I go to photography museums, so trust me, if you want to be successful, you must take crazier photos than this. Try photos with naked people.”

Allar ljósmyndirnar hér að ofan er að finna á Facebook síðu Humans of New York (smella HÉR) en þetta hefur hugmyndasmiður HONY að segja um galdurinn að baki vel heppnaðri töku: 

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”watch?v=KPxzlGPrM3A&feature=share&list=PLHKVjBSDqMB7eyU1Se_X4cUI56oYYQWmA”]

Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.

SHARE