Hrábitadásemd – Uppskrift

Mér finnst hrákökur mjög góðar og finnst mjög gaman að prófa ýmsar útfærslur. Ég á oftast eina slíka inni í frysti. Stundum geri ég líka hrábita sem eru hálfgert konfekt og fullnægja sætuþörf á núll einni. Þessir hrábitar heppnuðust rosalega vel og framkölluðu stórt bros þegar bitið var í.

Bitarnir

12 ferskar döðlur

70 gr. kókosflögur

70 gr. valhnetur

100 gr. möndlur

1 tsk vanilludropar

salt á hnífsoddi

Gróft hnetusmjör

 

Súkkulaðibráð

1 msk brædd kókosolía

2 msk hreint kakóduft

smá hunang eða agave

 

Aðferð

1. Setjið kókosflögur, valhnetur og möndlur í matvinnsluvél.

2014-02-14 10.57.57

2. Steinhreinsið döðlurnar og setjið í matvinnsluvélina ásamt vanilludropum og salti. Mixið allt vel saman.

2014-02-14 11.09.59

3. Mótið hæfilega stóra konfektbita og færið í frysti. Uppskriftin gefur um 20 bita.

2014-02-14 11.22.18

4. Bræðið saman kókosolíu og kakóduft í potti og sætið með smá hunangi eða agave. Slökkvið undir.

5. Takið bitana úr frystinum og dýfið þeim hálfum í súkkulaðibráðina.

6. Smyrjið hnetusmjöri ofan á bitana.

7. Dreypið súkkulaðibráði yfir bitana og setjið punktinn yfir I-ið með smá kókosmjöli.

Geymið í frysti og njótið vel!

2014-02-14 12.19.322014-02-14 12.21.28

 

SHARE