Hráfæðikaka með möndlubotni, súkkulaðikremi og hindberjum

 

Þessi er frábær sem eftirréttur helgarinnar! Hann kemur úr smiðju Gulur, Rauður, Grænn & Salt þar sem hver uppskrift er annarri glæsilegri!IMG_8026

 

Skref fyrir skref
1. Botninn látinn í formið
2. Súkkulaðikrem yfir
3. Hindber yfir kremið
4. Súkkulaðikrem yfir hindberin
5. Endað á hinberjum

IMG_7965 IMG_7974 IMG_7988 IMG_8026

 

 

IMG_8045

 

Hráfæðikaka með möndlubotni, súkkulaðikremi og hindberjum
Botn

70 g möndlur, fínmalaðar (í matvinnsluvél)
2 msk kakó
1 msk kókosolía
1 msk agave síróp

Blandið öllum hráefnunum vel saman.

Súkkulaðikrem
60 g kakó
118 ml agave síróp
50 g kókossmjör (ath ekki kókosolía)*

Blandið öllum hráefnunum vel saman.

Setjið saman
Hindber, ég notaði frosin enda mun ódýrari
Botni
Súkkulaðikremi

  1. Setjið botninn í form og þrýstið þétt niður.
  2. Hellið þunnu lagi af súkkulaðikreminu yfir botninn. Raðið hindberjum ofaná og hellið síðan ríflegu magni af súkkulaðikreminu yfir hindberin. Endið á að raða hinberjum yfir allt og þrýstið þeim aðeins niður í súkkulaðikremið. Geymið í kæli í amk. 3 tíma áður en kakan er borin fram.Ég lét svo smá síróp yfir í lokin.Athugið að uppskriftin miðast við eitt hringlaga form með 7-8 cm í þvermál. Ég nota hinsvegar plastglas sem ég klippi botninn úr og þannig næ ég að gera 2-3 kökur. Að sjálfsögðu hægt að leika sér aðeins með þetta.*Kókossmjör er ofureinfalt að gera. Látið um 3 bolla af kókosmjöli eða flögum í matvinnsluvél og maukið þar til kókosinn er orðinn fljótandi. Stöðvið matvinnsuvélina reglulega í ferlinu og skafið úr hliðinum. Þetta ætti að taka um 15 mínútur.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE