HRIKALEGT – Ævintýralegur flótti kolkrabba af þilfari skips

Kolkrabbar eru magnaðar skepnur og eru með einkar næm skynfæri. Þannig eru kolkrabbar gáfaðastir allra liðleysingja og geta lært að rata gegnum völundarhús, þekkja liti og greina misjöfn form. Þessir eiginleikar nýtast þeim vel i hörðum heimi náttúrunnar neðansjávar, en litarefni þeirra og og vöðvafrumur í hörundi gera þeim kleift að renna saman við bakgrunninn og áferð umhverfisins á tíðum.

Þessar sömu litafrumur gera þeim líka kleift að skipta litum – allt frá hvítum þegar þeir skelfast eitthvað og til þess að taka á sig rauðan lit þegar kolkrabbar reiðast snögglega. Þrátt fyrir að búa yfir góðri sjón, eru það engu að síður ofurnæmir skynjarar í sogblöðkunum sem eru staðsettar á öngum kolkrabbans sem gerir þeim kleift að greina hárfínan blæbrigðamun í umhverfinu.  Þá búa kolkrabbar líka yfir mjög næmu bragðskyni.

Á þessu ótrúlega myndskeiði má sjá hvernig öskureiður kolkrabbi fikrar sig örugglega eftir þilfari skips og smeygir sér gegnum nær ótrúlega litla holu til þess eins að komast ofan í jökulkaldan sjóinn, þar sem hann á heimkynni sín.

Magnað, ekki satt!

Tengdar greinar:

YFIRKRÚTTUN – Elsti maður Ástralíu (109) prjónar peysur á mörgæsir

Af hverju við ættum ekki að skilja dýrin okkar eftir í bílnum á sumardegi – Myndband

Tígrisdýr halda 5 mönnum í gíslingu uppi í tré

SHARE