Þennan rétt er tilvalið að elda á köldu haustkvöldi. Kveikja á kertum og fá sér gott rauðvínsglas. Eða glös. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt. 

Sjá einnig: Partývænir lambaborgarar í sætkartöflu”brauði”

IMG_1873-1

Lambaskankar með rótargrænmeti

2 lambaskankar
salt
2 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
3 gulrætur, saxaðar
2 sellerístilkar, saxaðir
4 kartöflur, skornar í fernt
1 hvítlauksrif, pressað
300 ml vatn + 1 lambateningur
1 tsk timíankrydd
½ tsk rósmarínkrydd
1 tsk oreganókrydd
1 lárviðarlauf

  1. Kryddið lambaskankana með salti, setjið olíu á pönnu og brúnið kjötið á öllum hliðum. Takið af pönnunni og geymið.
  2. Steikið lauk, gulrót og sellerí á pönnu í um 4 mínútur og hrærið reglulega í. Bætið kartöflum saman við og eldið í aðrar 2 mínútur. Bætið því næst hvítlauk, lambaskönkum  og kryddið saman við og látið malla í 2 mínútur.
  3. Bætið kjötkraftinum saman við og látið malla. Setjið í ofnfast mót með loki og látið í 150°c heitan ofn í um 1- 1½ klst, eða þar til kjötið er fulleldað en mjúkt (notið kjöthitamæli til að ofelda það ekki).
  4. Skerið kjötið niður og blandið saman við grænmetið. Berið fram með kartöflumús og góðu salati….ummmmmm!
Facebook Comments
SHARE