Jaquie Goncher kom öllum gestum brúðkaups síns virkilega óvart þegar hún stóð upp í brúðkaupi sínu og gekk niður að altarinu. Margir gestanna brustu í grát vegna þess að fá því að Jaqui var 17 ára gömul hefur hún verið bundin við hjólastól.

Sjá einnig: Hún er lömuð í höndunum og gat ekki farðað sig

Einn örlaga ríkan dag tók hún dýfu í sundlaug vinkonu sinnar með þeim afleiðingum að hún braut á sér hálsinn og lamaðist fyrir neðan háls. Læknar höfðu sagt við hana að hún myndi aldrei koma til með að geta gengið aftur en með ákveðni sinni hefur hún heldur betur afsannað þá kenningu þeirra.

Nú í dag er Jaquie 25 ára gömul og gekk nýlega að eiga mann sinn Andy. Þegar hún kom í krikjuna var hún í hjólastól, en þegar kom að því að fara niður að altarinu, stóð Jaquie upp og gekk til verðandi eiginmanns síns. Hún hafði undanfarna mánuði unnið hörðum höndum í endurhæfingu, mætt í ræktina 6 daga vikunnar og verið þar 2-3 klukkustundir í senn.

Sjá einnig: Kemur uppáhalds hjúkrunarfræðingnum sínum á óvart

Aðeins örfáir vissu af markmiði hennar og því urðu aðrir gestir afar hissa þegar þau horfðu á hana standa alla athöfnina og meira að segja dansa fyrsta dans þeirra hjóna. Jaquie sagði Huffington Post að hún ætlaði sér ekki að eyða því kraftaverki sem Guð hafði gefið henni. Hún vildi ekki sætta sig við þægindi hjólastóls og vildi að brúðkaupsmyndirnar myndu vera merki þessa langa ferðalags sem hún hafði gengið í gegnum.

Þessi sterka brúður segir einnig að eiginmaður hennar hafi alltaf trúað á markmið hennar, en að hún vissi að sama hver útkoma hennar yrði, myndi hann alltaf standa við hlið hennar. Hann elskaði hana bara frá byrjun og hún gæti ekki óskað sér neins meira en það.

Sjá einnig: Hún átti ekki að geta gengið aftur

lovestoriesbyhalieandalec-jaquie-and-andy-married-457

lovestoriesbyhalieandalec-jaquie-and-andy-married-462

lovestoriesbyhalieandalec-jaquie-and-andy-married-506

lovestoriesbyhalieandalec-jaquie-and-andy-married-456 (1)

lovestoriesbyhalieandalec-jaquie-and-andy-married-260

lovestoriesbyhalieandalec-jaquie-and-andy-married-267

lovestoriesbyhalieandalec-jaquie-and-andy-married-282

lovestoriesbyhalieandalec-jaquie-and-andy-married-298

lovestoriesbyhalieandalec-jaquie-and-andy-married-576

lovestoriesbyhalieandalec-jaquie-and-andy-married-7951

Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.

SHARE