Hundur bjargaði eiganda sínum – Varð fyrir byssuskoti sem ætlað var eigandanum

Þessi sæti hundur heitir “Lefty.”

Þegar hún kom á dýraspítalann hafði hún orðið fyrir byssuskoti og þurfti aðhlynningu. Hundurinn kom eigendum sínum til varnar þegar þjófar brutust inn í hús þeirra að nóttu til þann 22 júlí. Einn innbrotsþjófanna reyndi að skjóta eiganda hundsins en hundurinn kom eigandanum til varnar og varð fyrir skoti.

Hundurinn slasaðist illa og þurfti að fjarlægja aðra löppina, fjölskyldan sem á hundinn hafði ekki efni á að borga fyrir aðgerðina svo starfsfólk dýraspítalans setti inn tilkynningu á Facebook síðu sína þess efnis að fjölskyldan gæti ekki borgað fyrir aðgerðina. Þau báðu fólk um aðstoð og sögðu að fjölskyldan yrði þakklát ef einhver gæti hjálpað þeim að borga fyrir aðgerðina á hundinum sem bjargaði lífi þeirra.

Þau sögðu meðal annars: “Fjölskyldan vill fá hundinn heim sem fyrst vegna þess að börnin eru óörugg án hans.”

Á einum degi deildu um 4 þúsund manns Facebook færslunni og þannig náði fjölskyldan að safna fyrir aðgerðinni. Lefty gekkst undir aðgerðina þann 26 júlí og daginn eftir birti spítalinn myndband af hundinum.

Lefty hefur það gott í dag og er komin heim til fjölskyldu sinnar. Þetta sannar enn og aftur að hundurinn er besti vinur mannsins!

SHARE