Hvað kom fyrir? Þetta er „bara“ vefjagigt

Vefjagigt er langvinnur sjúkdómur sem hefur haft áhrif á líf fjölda fólks víðsvegar um heiminn. Lengi framan af áttuðu læknar sig ekki á orsökum sjúkdómsins og töldu miklu fremur að sjúklingurinn þjáðist af andlegum kvillum eins og þunglyndi og kvíða sem í dag eru vel þekktir sem fylgikvillar vefjagigtar. Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan sjúkdómurinn var skilgreindur er enn langt í land hvað varðar almenna viðurkenningu og skilning.

Einkenni vefjagigtar eru fjölmörg, en aukið verkjanæmi og þreyta eru þau algengustu. Einstaklingsbundið er aftur á móti hversu mörg og hvaða einkenni hver og einn hefur. Á vefnum vefjagigt.is má finna greinagóðar upplýsingar um sjúkdóminn, einkenni hans og orsakir.

Aftur á móti er markmiðið, með því að farða módel eins og ljósmyndin ber raun um, gert til að auka skilning fólks á fyrirbærinu og varpa ljósi á þann gríðarlega sársauka sem einkennir sjúkdóminn sem eflaust fæstir gera sér fyllilega grein fyrir. Líkja má sjúkdómnum við alvarlega líkamsárás. Húðin er aum viðkomu, líkt og marin og hin minnsta snerting getur framkallað sársauka.

Ef þú þekkir einhvern með vefjagigt þá mælum við með því að þú deilir þessum pistli á fésbókarvegginn þinn.

Heimild: vefjagigt.is

Vefjagigt

SHARE