Hvað þýða þessi tákn eiginlega? – Náðu þér í eintak

Það er ótrúlega gaman og gefandi að þvo þvott… sagði enginn, aldrei nokkurntímann. En það sem er gert til að einfalda, ef svo má að orði komast, þessa þvotta eru merkimiðarnir sem eru inni í hverri einustu flík sem maður kaupir. Þessir miðar eru oft eitthvað sem maður klippir innan úr flíkinni því þeir eru oft óþarflega stórir og ljótir.

Ég vissi voðalega takmarkað um þessi tákn öll sem eru á miðunum. Jú ég næ því að hitastigið er þarna og voga mér ekki að setja flíkina á hærra hitastig en stendur á miðanum. Svo þekki ég „bannað að setja í þurrkara“ merkið, en eins og flestir hafa lært á eigin skinni, getur það reynst ansi dýrkeypt að setja flík í þurrkara sem ekki má fara í svoleiðis þurrkun.

Ég fann þessa fínu mynd á netinu, keypti myndina og þýddi öll táknin eftir bestu getu. Ótrúlega þægilegt að hafa þetta blað hjá þvottavélinni og rétt að tékka þegar ég er ekki viss um eitthvað tákn. Vinkona mín sá þetta um daginn og vildi fá afrit og þá datt mér í hug að fleiri vildu fá svona blað.

Hér er því þitt afrit kæri lesandi. Þú getur náð í það hér eða bara prentað hana út hér fyrir neðanthvottaleidbeiningar

 

Fylgstu með!

Kidda á Instagram

Hún.is á Instagram

Kidda á Snapchat: kiddasvarf

Hún.is á Snapchat: hun_snappar

SHARE