Hvenær er fólk of gamalt til þess að stunda kynlíf?

Hvenær byrjar kynlífið?

Kynferðsleg vitund hefst strax við fæðingu. Barnið finnur fyrir hlýju, nánd og snertingu. Það sýgur brjóst móður sinnar og seðjar hungur og þorsta. Kynlíf tengist ekki aðeins kynfærum heldur er heill heimur sem umlykur einstaklinginn og er hluti af honum.

Strax á unga aldri er einstaklingurinn kynvera, eins á fullorðinsaldri og í ellinni. Birtingin er aðeins í mismunandi formi á hinum ýmsu aldursskeiðum.

Allir, sem hafa skipt á sveinbörnum vita að þeim rís hold oft á dag, stinningin kemur og fer af sjálfu sér. Stúlkur fá hugsanlega einhver svipuð viðbrögð þannig að þroti og spenna myndist í og við snípsvæðið.

Á fyrstu æviárum sínum þróa bæði drengir og stúlkur sérstakar hreyfingar í grindarbotni, spenna vöðvana og slaka síðan á. Þetta getur gerst oft á dag og hendir sérstaklega börn sem eru heilbrigð og örugg og eru þau sennilega líklegust til að prófa sjálfsfróun.

Sjá einnig: 11 staðreyndir sem þú þarft að vita ef þú stundar kynlíf

Hvenær byrjar sjálfsfróun?

Drengir fara að fróa sér upp úr 6-7 ára aldri og þegar þeir fara að nálgast fermingu hefur liðlega helmingur þeirra prófað það, annað hvort af sjálfsdáðum eða í leik með félögum sínum.

Stúlkurnar byrja nokkru seinna þó að litlar stúlkur hafi vafalaust talsverðan áhuga á kynfærum sínum. Hitt er annað mál, hvort eigi að kalla það sjálfsfróun. Annars byrja þær sennilega á gelgjuskeiðinu. Hjá stúlkum á þetta meira skylt við forvitni og tilraunastarfsemi en eiginlega kynþörf.

80% drengja er farinn að fróa sér reglulega við 16 ára aldur en hálfu færri stúlkur hafa svipaða reynslu. Það er ekki fyrr en eftir 20 ára aldur að stúlkurnar eru komnar upp í 80%.

Karlar og konur stunda sjálfsfróun alla ævi – reyndar mismikið. Meira að segja á áttræðisaldri fróar sér fjórðungur beggja kynja.

Hvenær hefjast samfarir?

Flestar manneskjur kynnast samförum. Aðeins lítill hundraðshluti hefur hvorki haft samfarir eða stundað annað kynlíf við 25 ára aldur.

Við 18 ára aldur hafa um það bil tveir þriðju hlutar  drengja og stúlkna haft samfarir. Stúlkurnar byrja örlítið fyrr en drengirnir. Hinir bæta sér upp það sem það missti af næstu 3 – 4 árin.

Margir piltar gorta af kynlífsreynslu sinni og enn fleiri trúa ævintýrunum. Þetta veldur því að mörgum unglingum finnst þeir vera hræðilega utangarðs af því þeir halda að allir jafnaldrar þeirra stundi fjölskrúðugt kynlíf með mörgum elskendum.

Slíkt á eingöngu við um örfáa. Í reynd eiga flestar manneskjur örfáa elskendur á lífsleiðinni – e.t.v. fimm – tíu,  sumir færri, örfáir fleiri.

Ungt fólk sefur saman að meðaltali 2-3 sinnum í viku.

Eftir fimmtugt minnkar tíðnin hugsanlega niður í einu sinni í viku eða sjaldnar.

Hvenær er fólk of gamalt til að stunda kynlíf?

Fólk er aldrei of gamalt til að stunda kynlíf.  Margir stunda ágætis kynlíf langt fram eftir aldri. Ekkert er því til fyrirstöðu að halda áfram fram á áttræðis eða níræðisaldur, ef fólk langar til. Á þessu eru engin takmörk ef báðir aðilar hafa löngun til.

Sjá einnig: Hvað gera konur fyrir kynlíf?

SHARE