Hvernig er hægt að léttast um 8 kíló án þess að fara í megrun?

Að æfa með garnagaul er merki um það að þú sért að svindla á sjálfri þér varðandi þær kaloríur sem þú brennir segir í nýrri rannsókn sem var gefin út í the Journal of Science and Medicine in Sport.

Rannsóknin sjálf

Fyrir þessa rannsókn voru fengnar 10 ungar konur sem allar hreyfa sig eitthvað (ekki íþróttafólk) þær voru allar í eðlilegri þyngd og þeim var gefinn máltíð sem var há í próteini (45% protein), máltíð sem var lág í próteini (15%), og svo enga máltíð fyrir þeirra brennsluæfingu á göngubretti.

Þær konur sem borðuðu máltíð háa í próteini um klukkutíma fyrir æfinguna brenndu fleiri kaloríum en þær sem að borðuðu ekkert. (enginn munur fannst hjá þeim sem borðuðu máltíðina sem var lág í próteini og þeim sem að borðuðu ekkert).

En hvað þýðir þetta?

“Líkaminn brennir fleiri kaloríum þegar hann hefur fleiri til að eyða, eins og þegar þú hefur borðað” segir höfundur rannsóknarinnar, Ashley Binns, Ph.D nemi. Þ.e ef þú hefur borðað sama magn af kaloríum daglega, þá getur þessi auka brennsla brennt grennt þig um allt að 8 kg á ári.

Það að fasta fyrir æfingu hefur verið notað sem grenningar aðferð og er hún alls ekki góð, líkaminn fer að brjóta niður vöðva til að “eiga” fyrir brennslunni, segir Binns. Og þeim mun minna af vöðvum sem þú hefur, þeim mun minna af kaloríum ertu að brenna.

Niðurstaðan

Borðaðu ávallt eitthvað sem að inniheldur mikið af próteini áður en þú ferð á æfingu til að brenna fleiri kaloríum. Hvert magnið af próteini skal vera hefur ekki ennþá verið rannsakað, segir Binns. Margar rannsóknir stinga upp á 30gr af próteini yfir daginn, sem sagt í þremur máltíðum, bæði ef þú ert að byggja þig upp eða létta þig.

Sá matur sem að inniheldur mikið af próteini eru td prótein drykkir, eggjahvítur, hnetusmjör eða grísk jógúrt.

Hugmynd að morgunmat fyrir æfingu sem að inniheldur 45% af próteini er : eitt egg, tvær eggjahvítur, tvær ristaðar brauðsneiðar með smjöri og appelsínusafi.

Heimildir: womenshealthmag.com

 

 

heilsutorg

SHARE