Hvernig þú getur platað heilann til að borða hollari fæðu – Nokkur atriði

Mannsheilinn er flókið fyrirbæri. Og nú hafa einhverjir fræðingar  sem langar ekkert til að fara í megrun fundið einfaldar leiðir til að plata heilann, segja honum að við þurfum ekki allan þennan mat og betra sé í alvöru að borða hollari mat.  Nokkur hollráð…

#1. Notaðu stærri gaffal

Ef við notum stærri gaffal borðum við minna þó að undarlegt kunni að virðast. Þér finnst þú einfaldlega fyrr vera orðinn saddur ef þú borðar með stórum gaffli.  Að baki þessarar fullyrðingar liggur rannsókn sem var gerð á matsölustað einum. Hluti viðskiptavina voru fengnir stórir gafflar en aðrir fengu gaffla sem voru minni en venjulegir matargafflar. Leyfar af diskum gestanna voru athugaðar og í ljós kom að þeir sem fengu stóru gafflana skildu mun meira eftir á diskunum en þeir semfengu smáu gafflana. Af hverju skyldi maður borða minna ef maður tekur stærri bita? Jú, sjónin skiptir afar miklu máli í matarvenjum okkar. Við horfum á það sem er á diskinum og það tekur taugakerfið þó nokkurn tíma að átta sig á hvort við erum orðin södd eða ekki.    Ef sjónin segir heila okkar að við séum búin að fá nóg ákveður hann að trúa því. Þetta virkar alveg öfugt með litla gafflinum. Með honum heldur maður áfram að kroppa.   Rétt er að vekja athygli á því að þetta bragð með stóra gaffalinn virkar bara þegar um reglulegar máltíðir er að ræða. Ef maður er að narta milli mála borðar maður bara meira með stórum gaffli!

 

 

#2. Spáðu í hollan mat þegar þú ert að borða eitthvað annað

Þiggðu nú gott ráð ef þig langar að losa þig við nokkur pund. Þú skalt eiga hollan mat en þarft ekki að borða hann. Hann er bara þarna og horfir á pizzuna sem þú ert að troða í þig.

Af hverju virkar þetta svona? Reynslan sýnir að þegar hollari matur er á borðum verður maður meðvitaðri en ella um mataræðið. Rannsakendur við Cornell háskólann komust að því að fólk velur skynsamlegar ef hollur valkostur t.d. salad eða ávextir eru á borðum með öðrum mat en ef ekki.    Þeir athuguðu val nemenda í skólamötuneytum  nokkra daga og var þar ýmislegt í boði. Þegar hollur matur var settur með (t.d. grænar baunir og bananar) var heildarval nemenda hollara en ella jafnvel þó þeir kysu hvorki banana né baunir. Þarna voru einhver dulin skilaboð í gangi. Krakkarnir vissu að þau ættu kannski að velja sér eitthvað hollt þegar þau sáu „holla matinn“. Þetta er eitthvað svipað og þegar presturinn situr við borðið heima. Þá bölvar fólk yfirleitt ekki!

 

 

#3. Hugsaðu þér að þú sért að borða óhollan mat

Innihaldslýsing skiptir meira máli en fólk hugsar út í. Rannsakendur buðu fólki smákökur sem þeir sögðu stórar eða miðlungi stórar en allar voru kökuranr  jafnstórar. Fólkið mátti borða eins og það vildi. Þeir sem borðuðu „miðstóru“ kökurnar boðuðu miklu fleiri en hinir sem tóku þær „stóru“. Fólkið treysti heilanum betur en maganum.

En þetta er ekki bara eitthvað sálfræðilegt. Í meltingarvegi okkar er hormónið ghrelin sem ákvarðar lyst okkar. Ef við höfum mikið ghrelin höfum við mikla lyst og ef það er lítið er lystin lítil. En svo kemur vandinn. Framleiðsla líkamans á ghrelins fer ekki bara eftir því hve mikið maður hefur borðað heldur líka eftir því hvað maður heldur að maður hafi borðað mikið.  Að baki þessarar fullyrðingar liggur viðamikil rannsókn sem gerð var við Yale háskólann og leiddi hún í ljós að hjá þeim  sem héldu að þeir væru að borða mjög hitaeiningaríkan mat dró mjög úr framleiðslu  ghrelins en hjá hinum sem héldu að matur þeirra væri rýr þó að um samskonar mat væri að ræða var ghrelin magnið óbreytt, þeir urðu alls ekki saddir.  Eftir stendur þó að ýmislegt getur hjálpað fólki til að hafa hemil í matarlystinni.

 

#4. Spáðu í diskana þína- stærð og lit

Það er alveg ljóst að maður borðar minna ef diskurinn er minni! Minna kemst af mat á hann og svo er eins og meira sé á diskinum en er þar. Heilinn heldur að þú hafði boðað meira en þú gerðir.  Vissir þú að liturinn á diskinum hefur líka áhrif á hvað þú borðar mikið?
Rannsakendur ákváðu að athuga þetta í samkvæmi háskólaborgara og eru ef til vill fáar samkomur þar sem matnum eru gerð betri skil.  Gestir fengu annað hvort hvíta eða rauða diska og í boði var pasta og annað hvort rauð eða hvít sósa. Rannsakendur vildu að maturinn gerði annað hvort að renna saman við litinn á diskinum eða skera sig frá honum.  Niðurstaðan var sú að þeir sem völdu þannig að litur matarins  skar sig frá diskinum fengu sér marktækt minna (22%) en hinir.  Niðurstaðan er að því meira sem maturinn sker sig frá diskinum því minni verður skammturinn sem þú borðar.

 

#5. Dragðu úr birtunni og hlustaðu á ljúfa á tónlist meðan þú ert að borða

Það er ástæða fyrir því að oftast er spiluð tónlist inni á veitingastöðum. Tónlist hefur áhrif á huga okkar og hugurinn hefur áhrif á matarvenjur okkar. Ef nú veitingahúsin nota tónlist til að fá þig til að eyða meira fé þar getur þú þá ekki notað hana þér í hag hvað varðar hollar matarvenjur?

Það er nú líkast til. Rannsakendur athuguðu átvenjur hópa fólk sem sótti gjarnan skyndibitastað einn. Afgangur var vigtaður þegar fólkið fór frá borðum. Svo var dregið niður í tónlistinni og ljósin deyfð og afgangur vigtaður. Nú var meira skilið eftir, fólkið borðaði minna (18%) við lægri tónlist.

Hvernig stendur á þessu? Og hér er rétt að muna að fólkið borðaði ekki bara minna heldur leið því líka betur.   Auðvitað er það svo að þegar maður er að borða í flennuljósi og ærandi hávaða rífur maður í sig matinn(allan) og flýtir sér burtu. Og flestir skyndibitastaðir vilja losna við viðskiptavinina sem fyrst til þess að nýir fái borð!

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here