Hvernig væri lífið ef þú hefðir gifst öðrum manni?

Hvað ef við hefðum tekið aðra ákvörðun hér um árið? Slitið sambandinu? Verið um kyrrt? Farið í ferðalagið? Látið seðlaveskið vera? Neitað að skrifa undir? Hvað ef?

Hvað ef við gætum gengið í skóm annarrar manneskju í einn dag? Smeygt okkur í fötin, teygað að okkur persónuna – mátað annan lífsstíl eins og jakka sem við smeygjum okkur í og ákveðið í framhaldinu, hvaða hlutverk fer okkur best?

Þessum spurningum leitast tékkneski ljósmyndarinn Dita Pepe svara við í vægast sagt sérstakri ljósmyndaseríu sem vex og dafnar og ber heitið Self Portraits With Men.

Hugmyndin að baki verkefninu, sem er æði undarlegt, er sú að prófa mismunandi aðstæður á eigin skinni en Pepe setur sig í stellingar með ólíkum „eiginmönnum” sem tilheyra ólíkum menningakimum og búa við gerólíkar aðstæður. Pepe er ýmist ung eða öldruð á myndunum, barnlaus eða margra barna móðir, upplitsdjörf eða niðurlút, en allar eiga myndirnar það eitt sameiginlegt að þær sýna Pepe með ímynduðum maka.

Hugmyndin virðist örlítið klén við fyrstu sýn en orkar tvívegis; vekur upp spurningar um sjálfstæði konunnar í hjónabandi, hvaða áhrifaþættir umhverfisins móta persónuna og um leið mætti spyrja sig að því hvort konan lagi sig að manninum eða hvort því er einmitt öfugt farið.

Í fyrstu sat Pepe fyrir með vinum og kunningjum, en færði svo út kvíarnar og hóf að sitja fyrir með bláókunnum karlmönnum. Samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðunni Feature Shot situr dóttir Pepe stundum fyrir með móður sinni, en serían er í raun ádeila á hvernig líf kvenna þróast oftlega í samræmi við makaval, lukku, stétt, landfræðilega staðsetningu og svona mætti lengi áfram telja.

Og serían er mögnuð, þvi verður ekki neitað.

Hefur þú einhverju sinni velt því fyrir þér hvaða stefnu lífið hefði tekið ef þú hefðir sleppt partýinu, farið í vinnuna … gengið út um dyrnar, svarað símanum, hlegið að brandaranum í stað þess að fara í fýlu og svo framvegis?

Pepe virðist hafa svörin á reiðum höndum, hér má sjá brot úr seríunni en vefsiða Pepe er hér:

 

2011-lukas

 

 

2009-ania

 

2007-jirka-patrik-ida

 

2005-honza

 

2004-ervin

 

 

2002-rene

 

 

2002-milan

 

 

2002-alex

 

 

Dita_Pepe_001

 

 

Dita_Pepe_09

 

 

Dita_Pepe_003

 

 

Dita_Pepe_03

 

 

Dita_Pepe_02

 

 

Dita_Pepe_06

 

 

Dita_Pepe_07

 

 

Dita_Pepe_005

 

 

Dita_Pepe_05

 

 

Dita_Pepe_11

 

 

Dita_Pepe_041

 

 

Dita_Pepe_002

 

 

Dita_Pepe_10

 

 

SHARE