„Hvernig var gærkvöldið hjá þér?“

Tvær vinkonur ræða saman:„Jæja, hvernig var svo gærkvöldið hjá þér?“

„Það var ömurlegt! Þegar maðurinn minn kom heim, skóflaði hann í sig matnum sem ég var búin að vera að nostra við allan eftirmiðdaginn. Síðan fékk ég heilar ÞRJÁR mínútur af kynlífi, áður en hann sofnaði tveimur mínútum síðar. Hvernig var gærkvöldið hjá þér annars?“

„Ó, það var yndislegt. Maðurinn minn beið eftir mér þegar ég kom heim úr vinnunni. Hann bauð mér út að borða og svo gengum við heim meðfram ánni, undir blikandi stjörnum. Örugglega í góða tvo tíma. Þegar við komum svo heim, þá kveikti hann á öllum kertunum sem hann fann. Síðan gaf hann sér klukkutíma í forleikinn og kynlífið var svo í annan klukkutíma. Svo spjölluðum við frameftir nóttu. Þetta var svo yndislegt!“

Á sama tíma eru eiginmennirnir á barnum:

„Hvernig var hjá þér í gærkvöldi?“

„Frábært! Þegar ég kom heim úr vinnunni, var konan tilbúin með matinn á borðinu. Ég át, við elskuðumst og svo sofnaði ég. Hvernig var hjá þér?“

„Algjör martröð! Ég kom snemma heim úr vinnunni til að laga hilluna í eldhúsinu. Þegar ég kveikti á rafmagnsbornum sprengdi ég öryggi svo húsið var aldimmt. Ég fann ekki rafmagnstöfluna, svo þegar konan kom heim varð ég að bjóða henni út að borða til að sleppa við tuðið í henni. Maturinn var svo dýr að ég hafði ekki efni á að taka leigubíl, svo við urðum að labba heim. Þegar við komum loks heim, var húsið náttúrulega ennþá rafmagnslaust svo ég þurfti að kveikja á kertum til að sjá eitthvað. Síðan var ég svo þreyttur og stressaður yfir þessu öllu að það tók mig góðan klukkutíma að ná honum upp og svo annan klukkutíma að klára. Svo ætlaði ég aldrei að ná að sofna og á meðan malaði kellingin stanslaust, um guð má vita hvað…“

 
SHARE