Hversu lengi ætti barnið að vera við skjá?

Í byrjun febrúar verða gefnir út seglar sem sýna Viðmið um skjánotkun barna og ungmenna. Þetta er mál sem er til umræðu á hverju einasta heimili þessa dagana, þar sem börn og unglingar búa og það ætti að vera gott að hafa þetta til að miða við.

16115015_1834881906792259_5486362749972795055_nFjallað verður um viðmiðin í Föstudagsþætti N4 föstudaginn 3. febrúar og í N4 dagskrá miðvikudaginn 8. febrúar.
Þetta er bara mynd af seglinum en skýringartexti mun birtast síðar.

Á Facebook síðu Viðmiða um skjánotkun segir:
Okkur langar að óska öllum þátttakendum á málþinginu og Akureyringum öllum til hamingju með væntanlega útgáfu og hvetjum við foreldra að vera virkir í umræðu og eftirfylgni um viðmiðin sem ekki eru hugsuð sem frístandandi töfralausn heldur þarf að líta á viðmiðin í heildarsamhengi við það sem barnið/ungmennið er að aðhafast í notkuninni, í samhengi við svefnþörf eftir aldri, ráðlagða hreyfingu á dag, aldurstakmörk efnis, gæði efnis ofl.
Nú þegar hafa önnur sveitarfélög sýnt viðmiðum okkar áhuga og því má segja að Akureyri sé í broddi fylkingar í þessum efnum og er verkefnið gott veganesti inn í verkefnið „Barnvænt samfélag“ á vegum Unicef sem Akureyri er hluti af.

Við hvetjum ykkur til að líka við Facebook síðuna þeirra til að halda áfram að fylgjast með.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE