Hversu oft á að skipta á rúminu?

Það eru allir sammála um hvað það er gott að skríða upp í rúm í hrein og dásamleg rúmföt. Þú tekur samt alltaf eftir því, þegar rúmfötin eru ekki lengur hrein og lyktin gefur til kynna að kominn sé tími til að skipta.

Í skoðanakönnun sem gerð var kom í ljós að 33% Breta þvo rúmfötin sín í hverri viku á meðan 35% fólks þrífur rúmfötin aðra hverja viku. 8% fólks þrífur rúmfötin á 3 vikna fresti og 10% þrífa þau á 4 vikna fresti. Ástandið er verra hjá mörgum piparsveinum en í rannsókn frá árinu 2013 kom í ljós að sumir þeirra þvoðu rúmföt sín bara 4 sinnum á ári. Ástæðan var að þeir sáu ekki ástæðu til að gera það oftar.

Ef þú þværð rúmföt þín of sjaldan getur það skaðað heilsu þína. Þá er það ekki bara af því að mylsnur og blettir geti verið í rúminu, heldur er það af því að rúmfötin þín eru mjög líklega full af svepp, bakteríum, ryki, frjókornum og öðrum óhreinindum. Sérstaklega þarf að passa upp á þrífa rúmfötin á heitum nóttum því við svitnum alltaf á nóttunni og svitinn fer óhjákvæmilega í rúmið og rúmfötin.

Dauðar húðfrumur, krem, olíur og skítugir fætur setja mark sitt á rúmið og rúmfötin. Þetta getur orðið til þess að valda ofnæmi og kláða í hálsi og í slæmum tilfellum getur fólk fengið sýkingu. Það er líka alltaf hætta á að veggjalús eða „bed bug“ komi sér fyrir í rúmum og það er eitthvað sem enginn vill fá í sitt rúm. Þær drekka blóð úr fólki meðan það sefur en viðkomandi finnur ekkert fyrir því en gæti fundið fyrir kláða daginn eftir. Gott er að hafa í huga að veggjalúsin virðist dragast mikið að rauðum rúmfötum.

o-BEDBUG-facebook

Niðurstaðan er því þessi: Þvoðu rúmfötin að minnsta kosti einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti í mesta lagi. Þetta tekur ekki langan tíma svo þú skalt ekki fresta þessu um of.

 

 

Heimildir: Medicaldaily

SHARE