Hvít móðir fæðir þeldökka stúlku og fer í mál við sæðisbanka

Jennifer Cramblett, hvít móðir sem hefur lagt fram kæru á hendur Midwest Sperm Bank fyrir að frjógva hana með sæði afrísk-amerísks sæðisgjafa í stað þess að veita henni aðgengi að sæði karlmanns af hvíta kynþættinum, sem hún og sambýliskona hennar segjast hafa greitt fyrir, hefur nú veitt fjölmiðlum sitt alfyrsta viðtal.

Forsaga málsins er sú að Jennifer, sem leitaði til sæðisbankans, óskaði sérstaklega eftir sæði úr hvítum sæðisgjafa og segist nú í samtali við Fox 6 News hafa ákveðið að lögsækja sæðisbankann vegna þess að hún telji sæðisbankann hafa gengið á bak orða sinna; ekki vegna þess að hún elski ekki dóttur sína, sem ber heitið Payton og er dökk á hörund heldur vegna þess að enginn hafi sagt henni að líffræðilegur faðir barnsins væri af öðrum kynþætti en hún sjálf.

 

Hún varpar ljóma gleði og hlýju hvert sem hún fer. Ég gæti ekki ímyndað mér lífið án hennar. Ég er bara svo gjörsamlega miður mín yfir því hvernig hægt var að klúðra sæðisgjöfinni svona hræðilega.

 

Jennifer segist óttast að Payton muni alast upp við kynþáttafordóma og að þeir fordómar muni reynast henni, sem hvítri móður barnsins, of þungbærir til að takast á við.

Hér fer viðtalið við Jennifer:

 

 

SHARE