Í þessum helli búa 100 manns

Zhongdong þorp í Kína er eina þorpið, sem vitað er um, þar sem 100 manns búa allan ársins hring í helli. Hellirinn er staðsettur 1800 metra yfir sjávarmáli og það liggur enginn vegur að honum. Þú þarft að ganga í um klukkustund til að komast að hellinum.

Eldri borgarar í Zhongdong hafa verið að pressa á stjórnvöld að leggja veg til þeirra en í dag ná þau bara sjónvarpi og fá dagblöð annað slagið. Þorpið er mjög einangrað frá umheiminum eins og gefur að skilja.

 

 

Mynd: avantgardica

miao-room-cave-village-china-1

Mynd: Carsten Peter

Mynd: Carsten Peter

Skóli var í hellinum þangað til kínversk yfirvöld létu loka honum og sögðu:„Kína er ekki samfélag hellisbúa.“ Nú þurfa börnin að labba í um 2 klukkustundir til að sækja skóla á hverjum virkum morgni.

Mynd: metro.co.uk

Í hverri viku fara íbúar, fótgangandi og kaupa allar nauðsynlegar birgðir á markaðnum í 15 km fjarlægð.

Mynd: Carsten Peter

SHARE