Íslensk kona safnar fyrir svuntuaðgerð

Kolbrún Jónsdóttir skrifar eftirfarandi texta á Facebook síðu sína í von um að fólk kaupi af henni allavega varnig svo hún nái að safna upp í svuntuaðgerð.
Þetta mætti teljast óhefðbundin aðferð að safna sér pening fyrir lýtaaðgerð eða hvað?

,,Held að þessi dagur sé einn af betri dögum lífs míns. Um helgina mun ég trappa reykingarnar niður og mun vera alfarið hætt að reykja á mánudaginn. Ég fór til lýtalæknis í dag og ég er orðin nógu létt til að fara í svuntuaðgerð … 60 kg múrinn rofinn!!!!! Ég mun fara í aðgerð eftir mánuð og þar sem mínar fjárhagsaðstæður eru ekki góðar þarf ég að bretta ermar og hreinlega safna fyrir þessu sjálf.

Ég ætla að selja klósettpappír 48 rúllur á 3000 kr
Ég ætla að selja eldhúsrúllur 24 rúllur á 3000 kr
Ég ætla að selja lakkrís frá Góu á 1000 kr
Ég ætla að selja flatkökur frá HP á 1000 kr 10 heilar í pakka

Ég biðla til ykkar kæru vinir og fjölskylda að aðstoða mig við að láta þennan draum rætast … þá fáið þið kannski að sjá mig í gallabuxum hahah

og deilið og deilið og deilið

helst myndi ég vilja að svona myndi rata fjölmiðla … því það er mikill andlegur sársauki að vera með aukahúð og soldið skrýtið að tryggingarnar taki engan þátt

Endilega látið mig vita hvort þið viljið kaupa eittthvað af ofantöldum vörum og ef ég á einhvern góðan vin sem myndi nenna með mér að ganga í fyrirtæki og hús að selja þá yrði ég ævinlega þakklát

Ég fer glöð inn í helgina og er bjartsýn að ná að safna 550.000 kr með ykkar hjálp

og muna að deila”

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa varnig af Kolbrúnu geta haft samband við hana hér.

SHARE