Íslenskri konu neitað um áframhaldandi vinnu vegna holdafars

 

Íslenskri konu var nýlega neitað um áframhaldandi vinnu vegna holdafars eftir að hafa starfað í hálft ár á vinnustaðnum.

Konan sem ekki vill koma fram undir nafni segir:

„Ég vissi að samningurinn væri bara til næstu mánaðarmóta og ég var búin að fá brottfarartilkynninguna. Starfið var auglýst og ég sótti um það aftur og fékk viðtal eins og allir þeir sem að sóttu um. Svo var mér sagt í dag að vegna líkamlegs atgerfis míns væri ekki hægt að endurráða mig og að ég vissi mæta vel hvað ætti að gera í því svo ég yrði gjaldgeng í starfi.“

Konan sem að starfaði hjá dagþjónustu fatlaðra segist vera verulega sár og mjög brugðið en að hún muni leita réttar síns þegar hún hefur náð að jafna sig eftir atvikið.

SHARE