Íslenskur kvenmaður segir: 12 hlutir sem mig langar að segja við karla.

Við fengum þetta sent frá lesanda okkar (eftir að við birtum þessa) og urðum bara að birta þetta!  

Ég er 24 ára gömul kona og vil segja þetta við karla og bið ykkur um að birta þessa grein á Hún.is:

1. Taktu fyrsta skrefið, eða gefðu okkur vísbendingu um að þú hafir smá áhuga

Okkur finnst alveg jafn ömurlegt og ykkur að verða fyrir höfnun. Það væri stundum gott að fá smá vísbendingu um hvort þið hafið áhuga og það er ekkert verra ef þið takið fyrsta skrefið stundum, það er í lagi!

2. Þú ert fallegur, hættu að halda öðru fram!

Við værum ekki með þér ef okkur finndist þú ekki aðlaðandi. Það þýðir samt ekki að okkur finnist öllum sömu karlarnir kynþokkafullir… það er engin sérstök líkamsgerð sem allir kvenmenn vilja svo hættið þessu kjaftæði… kærustunni þínum finnst þú fallegur!!

3. Við erum alveg til í hrós líka

Það er bara kjaftæði að kvenmenn vilji ekki láta hrósa sér. Við viljum alveg jafn mikið fá hrós eins og karlar og það þarf ekkert að vera munnlegt.. að fá augnaráð sem gefur í skyn að þér líki það sem þú sérð er alveg nóg!

4. Við erum veiðimenn en við nennum ekki endalaust að eltast við þig

Það er spennandi að hafa fyrir hlutunum en ef þú heldur að við nennum að eltast endalaust við einhvern sem sýnir engan áhuga ertu í ruglinu.. hver nennir því?? Uppskriftarbækur fyrir karla og stefnumót tala um að þið eigið að láta ganga á eftir ykkur… ekki taka þessu of alvarlega!

5. Hættu að leika einhverja týpu sem þú heldur að kvenmenn vilji

Það er betra að koma bara til dyranna eins og þú ert klæddur! Það er alveg glatað að leika einhverja týpu sem þú heldur að allir kvenmenn vilji.. hvað gerist svo þegar þú hættir að leika þessa týpu og verður aftur þú sjálfur? Það er ekkert meira heillandi en karl sem þorir að vera hann sjálfur..

6. Hverjum er ekki sama þó þér finnist ekki gaman að spila fifa..

Ef þér finnst ekki gaman að horfa á fótbolta slepptu því þá.. gerðu bara það sem þig langar til og ég geri það sama! Ef þér finnst gaman að horfa á fótbolta með einn kaldan eða spila fifa þá er það bara flott en ef ekki þá eigum við allar félaga sem gera þetta með okkur.. Mér er alveg sama þó við höfum ekki sömu áhugamálin..

7. Við skoðum okkur í speglinum í ræktinni

Við pælum í því hvernig við lítum út alveg eins og þið… við eigum það alveg til að flexa í speglinum áður en við hendum okkur út í sal..

8. Þú ert fallegur þegar þú ert ekki að reyna of mikið..

Það er eitthvað heillandi við það þegar karl er ekki að spá í útlitinu… þið eruð kynþokkafullir nývaknaðir eða nýkomnir úr sturtu eða bara í ræktinni!

9. Við lesum ekki hugsanir

Ef þú hugsar um að þig langi mikið í einhverja skó sem þú sást í Kringlunni er engin leið fyrir okkur að vita það… og nei það er ekki heldur nóg að segja að þú hafir séð rosa flotta skó í Kringlunni og verða svo fúll ef við gefum þér þá ekki í afmælisgjöf… við föttum þetta ekkert. Ef þig langar í eitthvað, segðu það þá.. ekki hugsa um að þig langi í nammi þegar við erum út í sjoppu og verða svo fúll ef við komum ekki með nammi heim.. við erum alltof einfaldar til að skilja hintin sem þú heldur að þú hafir gefið okkur..

10. Við meinum vel

Við gleymum kannski stundum að hrósa þér þegar þú átt það skilið en við erum ekki að reyna að vera slæmar… gefið okkur smá slaka stundum.

11. Pantaðu það sem þig langar í!

Hey, ekki panta lítinn disk af salati og borða svo helminginn af matnum mínum! Fáðu þér frekar bara stóran hamborgara og franskar og berneaise sósu með! Þú ert ekki að fá þér lítinn skammt af mat fyrir okkur.

12. Við lesum ekki tískublöð

Ef þú ert hræddur um að líta ekki út eins og einhver karl í tískublaði fyrir okkur þá skaltu hætta því strax… ég held að ég geti talað fyrir marga kvenmenn þegar ég segi að við lesum ekki tískublöð og berum þig ekki saman við ljósmyndir af öðrum körlum…

Ókey. Kannski pínu stolin grein! en skiluru?

SHARE