Það fá flestar stjörnur nóg af því að vera hundeltar af blaðaljósmyndurum, hvert sem þær fara. Það á líka við um hana Jennifer Lawrence en hún er ein elskaðasta leikkonan í Hollywood í dag. Hún er þekkt fyrir að vera mjög jarðbundin og hlý stúlka og er alltaf mjög almennileg við alla sem koma nálægt henni.

Jennifer missti samt örlítið stjórn á skapi sínu í London um helgina, þar sem hún fór út að borða með kærastanum sínum Nicholas Hoult. Augnaráðið gefur klárlega til kynna að hún er komin með nóg af áreitinu og gefur hún ljósmyndurunum löngutöngina út um afturrúðuna í bílnum, um leið og þau aka á brott. Okkur sýnist nú samt að Nicholas sé nú eitthvað að reyna að stoppa Jennifer, en hún hefur augljóslega fengið sig fullsadda. Við erum samt enn á hennar bandi og Jennifer er alltaf æðislega flott stelpa. Áfram Jennifer!

Jennifer Lawrence Flicks The Bird With 'Love Is All You Need' Printed Above Her Head Riding A Pink Taxi With Nicholas Hoult

 

Hér eru svo myndir frá því fyrr um kvöldið, af þeim skötuhjúum. Jennifer Lawrence and boyfriend Nicholas Hoult enjoy an evening out at Firehouse club, before heading back to their hotel Jennifer Lawrence and Nicholas Hoult Dine with Tom Ford Jennifer Lawrence and Nicholas Hoult Dine with Tom Ford Jennifer Lawrence and Nicholas Hoult Dine with Tom Ford

SHARE