Jessica Alba fannst óþægilegt að vera talin kynþokkafull

Jessica Alba (35) átti í miklum erfiðleikum með að meðtaka þá staðreynd að mörgum þótti hún vera kyntákn og segir að í byrjun ferils hennar hafði hún átt í erfiðleikum með að nýta sér kynþokka sinn.  Þar sem hún ólst upp við mjög íhaldssamt og strákalegt umhverfi, þurfti hún að sýna mikið hugrekki til að stíga út fyrir rammann, en þegar hún var orðin 25 ára gömul gekk hún í gegnum vissa tilvistarkreppu vegna þessa. Jessica áleit alltaf sem svo að hún væri miklu meira heldur en eitthvað kyntákn og vildi ekki í rauninni láta merkja sig sem kynæsandi manneskju.

Sjá einnig: Jessica Alba var strákastelpa

Eftir að hún eignaðist eldri dóttur sína, ákvað Jessica að stofna fyrirtækið sitt Honour, en það sérhæfir sig í aukaefna- og skaðlausum hreinsi- og snyrtivörum. Ástæðan fyrir því að hún ákvað að fara af stað í það verkefni var að hún þjáðist mikið af astma og ofnæmi þegar hún var yngri og þurfti þess vegna að vera mikið inni á spítala. Hún vildi alls ekki að dóttir hennar þyrfti að ganga í gegnum það sama og í dag er fyrirtæki hennar afar farsælt.

 

96cc64fa0b7059f0_137256902.xxxlarge_0

alba-kids-heritage-040616sp

jessica-alba-35

 

 

SHARE