Söngvarinn John Legend og fyrirsætan Chrissy Tiegen hafa heitið því að læra að synda vegna dóttur sinnar. Þau vilja bæði að dóttir þeirra Luna muni læra að synda, en hvorugt þeirra getur synt. Chrissy hefur kannski verið sundfatamódel en hefur aldrei kunnað að synda.

Sjá einnig: „MILF“: Stjörnumömmur í myndbandi Fergie

Hjónin hyggjast því fá sundkennara á heimili sitt, til þess að kenna þeim tökin, en þau vilja alls ekki vera hjálparlaus þegar kemur að dóttur sinni og hefur það hvatt þau til að fara í sundkennslu.

Þau segja að ástæðan sé ekki að þau séu hrædd við vatn, heldur höfðu hvorugt þeirra verið nálægt vatni þegar þau ólust upp.

Sjá einnig: Chrissy Teigen og John Legend eignast dóttur

35F2183000000578-0-image-m-32_1467774148671

Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.

SHARE