Johnny Depp er flottur á sviði. En það er ekki langt síðan myndir af honum, þar sem hann var afar veiklulegur, litu dagsins ljós. Þessar myndir eru teknar af honum á tónleikum hans og hljómsveitarinn Hollywood vampires í Frakklandi á dögunum.

Johnny viðurkenndi nýlega að hann hefði komist á nýjan botn í lífi sínu eftir að hann var á þriggja daga fylleríi með blaðamanni Rolling Stone sem átti að vera að taka viðtal við hann.
Í viðtalinu talaði hann meðal annars um að þegar hann hafi skilið við Amber Heard hafi hann orðið daprari en nokkru sinni fyrrr.

Ég varð þyngri en ég hefði getað trúað að ég yrði.

Til að bæta gráu ofan á svart komu í kjölfarið miklar fjárhagsáhyggjur. Hann segist hafa deift sig með því að drekka mikið af vodka og skrifa tónlist og þegar hann sagði þetta við blaðamanninn fylltust augu hans af tárum.

Blaðamaðurinn segir að Johnny hafi nú samt ekki mikið minnkað drykkjuna, því hann drakk og reykti í 72 klst meðan á viðtalinu stóð.
Blaðamaðurinn segir Johnny hafa verið til skiptis bráðfyndinn, slunginn og óútreiknanlegur:

Depp situr við endann á borðinu með haug af tóbaki og hassi fyrir framan sig. Hann býr sig undir að fara að vefja sér og spyr mig „Er þér sama?“ svo hikar hann og segir „Jæja drekkum smá vín fyrst“. Þannig gekk þetta svona í 72 tíma.

Í viðtalinu tjáði Johnny sig um málið sem hann höfðaði gegn umboðsfyrirtæki sínu og gífurlegri eyðslu á peningum, en hann borgaði 5 milljónir dollara fyrir að láta skjóta ösku vinar síns út í geim.

SHARE