Jóladagatal 4. desember – Ljúffengur jólamatur á Haust

Haust er einstakur veitingastaður sem opnaði í fyrra. Veitingastaðurinn er staðsettur á stærsta hóteli landsins og einstaklega huggulegur og glæsilegur.

Jólahlaðborð Hausts þetta árið er auðvitað ótrúlega flott og girnilegt en þetta er amerískt veisluborð með blöndu af íslenskum og amerískum mat.  _L1A1714

Börnin fá vitanlega mikið fyrir sinn snúð; fyrir þá verður aðgengilegt sérhlaðborð með barnvænni mat, pítsu með jólaívafi, kalkúnabollur, grænmetispinnar og kleinuhringjabar þar sem börnin geta skreytt sína eigin kleinuhringi. Einnig verður sett upp jólahús fyrir yngri kynslóðina svo það er engin fyrirstaða að koma með börnin, gaman fyrir alla. Það er frítt fyrir 0-5 ára og 50% afsláttur fyrir 6-12 ára.

banner 2

Jólahlaðborðið er því tilvalið fyrir fjölskylduna, hópa og alla aldurshópa. Jólaskreytingar munu minna á amerísk jól eins og þau verða best, amerískir jólaslagarar og frábær stemming.

Matseðillinn er hér í heild sinni og öruggt er að allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Screen Shot 2016-12-03 at 6.16.01 PM

Við ætlum að gjafabréf fyrir 4 á þetta æðisgengna jólahlaðborð og það eina sem þú þarft að gera til að vera með er að skrifa hér fyrir neðan „Haust já takk“

Einnig gleður það okkur óendanlega ef þú deilir dagatalinu með vinum þínum.

Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá svona dásemd að gjöf.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE