Kanill er meinhollur – 9 atriði

Kanill er rosalega bragðgóður og hann er hægt að nota til að bragðbæta ýmislegt, hvort sem það er heita súkkulaðið, kökur eða eitthvað annað hentar hann í hina ýmsu matar og kökugerð. Mér hefur alltaf fundist kanill rosalega góður og mér finnst mjög gott að setja kanil út í hafragrautinn og heitt súkkulaði svo eitthvað sé nefnt. Ég er vön að fá mér nokkra ávexti yfir daginn og fæ mér oft ávexti í kvöldsnarl, hvort sem það eru appelsínur, epli eða eitthvað annað. Ég ákvað um daginn að breyta aðeins út af vananum og strá kanil yfir eplin. Eftir eplaævintýrið er ég orðin alveg sjúk í kanil og fæ mér kanil og epli á hverjum einasta degi. Það er því ekki verra að kanill er bæði bragðgóður og hollur. Ég fór aðeins að lesa mér til um kanil eftir að ég byrjaði að borða hann á hverjum degi þar sem ég er ólétt á síðustu metrunum og vil halda mataræðinu hollu og góðu. Hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um kanil.

1. Kanill hjálpar þér að halda blóðsykrinum í lagi. Því er hann bæði góður fyrir fólk með sykursýki 2 og alla sem vilja halda blóðsykrinum í jafnvægi en hann getur haft áhrif á skap og almenna líðan.

2. Kanill lækkar LDL kólesteról í blóði sem oft er kallað vonda kólesterólið en það hefur tilhneigingu til að setjast að í veggjum slagæð sem eykur líkur á hjarta og æðasjúkdómum.

3. Í kanil eru trefjar, kalk, járn og magnesíum sem allt eru efni sem eru góð fyrir okkur.

4. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kanill getur dregið úr túrverkjum og hjálpað til í baráttunni við ófrjósemi. Kanill inniheldur náttúrulegt efni sem heitir cinnamaldehyde, sem rannsóknir hafa sýnt fram á að auki hormónið progestrone og minnki testosterone framleiðslu kvenna, sem hjálpar að viðhalda jafnvægi hormóna í líkamanum.

5. Kanill er náttúrulegt rotvarnarefni.

6. Kanill berst á móti krónískum bólgum í líkamanum og getur minnkað líkur á blóðtappa sem er til dæmis gott að vita ef maður er á leið í flug eða er ófrískur.

7. Það er áhugavert að segja frá því að þegar þú finnur lyktina af kanil örvast starfsemi heilans.

8. Kanill styrkir ónæmiskerfið

9. Kanill getur hjálpað fólki sem berst við krónískar sveppasýkingar og kanill hefur reynst mikilvægur í baráttu við candidasveppasýkingar í líkamanum.

Þetta eru bara nokkur atriði af mörgum en það má með sanni segja að kanill er bæði hollur og góður.

 

Heimild

Heimild

Heimild

SHARE