Karamelluís

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni. Þessi gæti verið æðislegur um jólin. 

Þessi karamelluís er með miklu karamellubragði og við notum sjávarsalt til að fá smá seltu á móti sætu bragðinu. Það er mjög gott að bera þennan ís fram með valhnetum eða pistasíum.

Athugaðu að þú þarft að gera ísinn um sólarhring áður en þú ætlar að bera hann fram, blandan þarf að kólna í ísskáp í sólarhring ef þú ætlar að nota ísvél. Ef þú átt ekki ísvél þá þarft þú að hræra upp í blöndunni á 20-30 mínútna fresti fyrstu 4 klukkustundirnar í frystinum og jafnvel lengur til að kristallar myndist ekki í ísnum.

Karamelluís 1.2L

  • 350 gr sykur
  • 60 gr smjör
  • 350 ml rjómi
  • 350 ml mjólk
  • 6 eggjarauður
  • 1 vanillustöng
  • 1 tsk sjávarsalt

Settu sykurinn í stóra pönnu við meðalhita og bræddu þar til hann verður gullinn. Athugaðu að það er ansi stutt yfir í að hann geti brunnið og það eyðileggur bragðið. Þegar sykurinn er gullinn, eins og dökkt sýróp, þá seturðu mjólkina, smörið og rjómann út í. Ekki panikka, sykurinn verður harður við þetta og þetta lítur út eins og þetta ætli að verða handónýtt. Haltu sama hita undir pönnunni og láttu þetta hitna og blandast saman, það tekur smá tíma. Fylgdust vel með að þetta fari ekki að sjóðaá fullum krafti því að þá getur soðið upp úr. Hrærðu varlega annað slagið. Lækkaðu hitann þar til bara rétt sýður.

Á meðan skaltu þeyta saman eggjarauðurnar í skál, fræjunum innan úr 1 vanillustöng og salti. Þeyttu þar til blandan verður ljósgul og þykk.
Taktu nú smá af blöndunni í pönnunni og hrærðu hægt og rólega saman við eggjablönduna.

Helltu nú eggjablöndunni út í pönnuna og hækkaðu hitann undir henni örlítið. Hrærðu stanslaust í blöndunni og láttu sjóða þar til blandan fer að þykkna (eins og þykk jógúrt).

Taktu af hitanum og settu í skál. Kældu í ísskáp í sólarhring. Það er mjög mikilvægt að kæla blönduna vel, því að annars nærðu ekki að láta hana frjósa rétt í ísvélinni. Ekkert svindl á þessu stigi!

Fylgdu leiðbeiningunum með ísvélinni þinni. Athugaðu að þessi ís er frekar mjúkur.

Ef þú notar ekki ísvél, þá seturðu ísinn í skál eða plastílát í frysti og hrærir upp í blöndunni á 20-30 mínútna fresti fyrstu 4 klukkustundirnar eða þar til ísinn verður það frosinn að það gengur ekki að hræra lengur.

Best er að útbúa þennan ís fyrirfram og láta hann inn í frysti eftir að þú ert búin/n að hræra hann í ísvélinni. Þá nærðu honum nægilega þykkum/stífum til að gera úr honum kúlur.

Berðu fram með smá sjávarsalti til að dreifa yfir , allskonar hnetum og öllu því gúmmelaði sem þig langar í.

.allsko

 

 

Endilega smellið einu like-i á

á Facebook

SHARE