Karen breytti um lífstíl og missti 30kg! Karen deilir sögu sinni með okkur.

Karen er tvítug stelpa og hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífstíl. Hún  átti í erfiðleikum með þyngdina, tók snemma upp  heilbrigðan lífstíl og er orðin  ótrúlega hugmyndarík  að setja saman allskonar heilsusamlegar uppskriftir.  Við ætlum að forvitnast um sögu hennar.

Karen, segðu okkur aðeins frá þér, hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka í taumana?

Barátta  mín í tengslum við matarræði og líkamsþyngdina er orðin býsna löng.   Þegar ég var á þrettánda ári byrjaði ég að þyngjast og fimmtán ára gömul var ég um 95kg.

Ég vissi að ég þyrfti að taka í taumana en gerði mér samt ekki grein fyrir hvernig ég var orðin.  Það tók tíma og margar tilraunir að snúa ferlinu við  en það tókst loks þegar ég gjörbreytti um mataræði. Lykilþættirnir eru þeir að unnin fæða var og er í algeru lágmarki og einnig tók ég út hveiti og sætindi.  (“clean eating”)

Stundaðir þú á þessum tima einhverja líkamsrækt?

Þegar ég var komin í kjörþyngd vaknaði áhuginn á lyftingum. Húðin var frekar laus og slöpp eftir þyngdartapið sem var frekar hratt og ég fékk enga tilsögn um líkamsþjálfun eins og t.d. lyftingar.  Brennslan væri það eina sem skipti máli.

Var ekkert erfitt að halda sig við bara hollan mat? Saknaðir þú ekkert óholla matarins?

Auðvitað saknaði ég míns fyrra mataræðis, og hélt að málið snérist um allt eða ekkert. Og samt sótti sú hugsun á mig að þó að ég mætti ekki borða nammi, snakk, pizzur og þess háttar myndi ég einhvern veginn finna leið til að geta SAMT borðað svona fæðu.

Það var ekki fyrr en ég kom auga á  leiðir til að gera “óholla matinn” að hollum mat að ég mér fór að takast að halda mér á beinu brautinni varðandi matarræðið til lengri tíma. Sá lífstíll er kominn til að vera!

Karen leyfði okkur að deila með ykkur einni af uppskriftum sínum.

 

Kúmen orkukex
50 stk :

 

* 2.5 dl Möndlumjöl/ Almond flour

* 2 dl (80g) bragðlaust Whey prótein (Pro Fit)

* 1 msk lívu olía

* 1 eggjahvíta (30g)

* Pinch af góðu salti

* Malað kúmen

* Heilt kúmen

* Möndlumjólk (má nota vatn líka)

 

Aðferð:

 

Forhitið ofninn á 170-180°c

 

Blandið þurru hráefnunum saman í skál, bætið svo olíunni og eggjahvítunni í skálina. Bætið hægt 1 msk í einu af möndlumjólkinni við þurru hráefnin þar til þau eru orðin blaut (EKKI RENNANDI BLAUT).

 

Setið því næst deigið á bökunarpappír á borðið, skellið öðru blaði af bökunarpappír ofan á degið og fletjið út í þá þykkt sem ykkur finnst best. Mér finnst best að gera kexið ofurþunnt svo það verði stökkt eins og snakk.

 

Skerið svo kexið niður í það form sem ykkur lystir með pizza hníf.

 

Hafið kexið inni í ofninum í 10 mínútur, slökkvið svo á ofninum en geymið kexið inni í aðrar 10 mínútur í ofninum. EKKI GLEYMA KEXINU INNI ! =)

 

1 kex gefur 24 hitaeiningar, 2g prótein og 2 g fitu.

 Hér getur þú fylgst með Kareni á facebook

 

 

 

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here