Karnival og krúttlegar vörur í Álfheimum – Myndir

Pop up verslanir hafa notið vinsælda víðar, eina slíka er að finna í Álfheimum undir nafninu Ljúflingsverzlun.

Í tilefni þess að verslunin færir sig um set í húsnæði Crymogeu við Barónstíg 27 ætla þær stöllur, Ragnhildur og Heiður, að blása til sannkallaðrar Karnivalstemmingar í Álfheimum. Ragnhildur er í forsvari fyrir fyrirtækið Jónsdóttir & co sem sérhæfir sig í sérmerktum persónulegum koddaverum og ótrúlega krúttlegum ungbarnavörum ásamt því að flytja inn AVOCA gjafavöru frá Írlandi.
 Heiður hefur aftur á móti á boðstólnum í fyrirtæki sínu, Íslenska pappírsfélaginu, úrval af fallegum gjafapappír ásamt öllu sem tilheyrir gjafainnpökkun s.s. gjafapppír og poka, satínborða, bakarabönd, ofl.

Það verður því sannkölluð upplifun að koma í heimsókn í Ljúflingsverslunina í Álfheimunum næstkomandi helgi, 29.-30. mars og munu Ragnhildur og Heiður taka vel á móti ykkur og bjóða upp á nýbakað bakkesli.

Ljúflingsverzlun verður næst opin fyrstu helgina í maí í húsnæði Crymogeu við Barónstíg 27.

 

SHARE