Kate Hudson þvertekur fyrir það að þjást af átröskun

Leikkonan Kate Hudson þvertekur fyrir það í nýju viðtali við tímaritið Red að hún þjáist af átröskun. Nýlega fór af stað sá orðrómur að Kate ætti við átröskun að stríða og birtu nokkur slúðurtímarit forsíðufrétt af leikkonunni þar sem þau héldu því sama fram.

If there is one thing I will never have, it is an eating disorder. I won´t have girls — even if it is just one or two who care — thinking that. Because it´s a serious sickness, not something to plaster on the cover of a magazine.

Kate leggur mikið upp úr því að vera góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og vill senda þeim rétt skilaboð. Hún bendir á að þrátt fyrir að hún eða einhver önnur kona þyngist um 31 kg á meðgöngu eins og í hennar tilfelli þá skiptir það eina máli er maður elski sjálfan sig.

The whole point is I want girls to love themselves. I want them to feel good about who they are.

Kate Hudson á tvö börn en á fyrri meðgöngunni sinni þyngdist hún mikið en það hafi ekki skipt miklu máli þar sem hún elskaði sjálfa sig og fann fyrir ástinni og umhyggjunni sem henni var veitt. Sjálf segist hún sjá alltof ungar stelpur sem eru ekki ánægðar með sjálfa sig fyrst og fremst vegna þess að þeim skortir þessa ást.

Leikkonan er trúlofuð tónlistarmanninum Matthew Bellamy en hún segist ekki vera á hraðferð niður altarið þrátt fyrir að þau séu búin að setja upp trúlofunarhringana. Henni finnst þau nánast gift svo þetta sé bara spurning um að finna tíma til að skipuleggja brúðkaupið.

 

o-KATE-HUDSON-570

 

 

SHARE