Kate Moss handtekin fyrir dólgslæti: Sturtaði í sig vodka og blótaði áhöfninni

Ofurmódelið óstyrláta, sjálf Kate Moss, brjálaðist að sögn sjónarvotta um borð í flugvél síðastliðinn sunnudag og var vísað frá borði. Atvikið átti sér stað áður en vélin tók af stað frá Luton flugvellinum í London, en kalla þurfti til lögreglu vegna átaka milli Kate og áhafnar.

 Sjá einnig: Kate Moss svarthærð á sýningu Louis Vuitton

Æðiskastið tók Kate skömmu eftir lendingu vélarinnar, en ofurfyrirsætan sem orðin er 41 árs gömul, var um borð í vél lággjaldaflugfélagsins easyJet og hafði hún drukkið ótæpilega meðan á ferðalaginu stóð.

Sjá einnig:Fagnar 40 ára afmæli sínu með því að vera nakin á forsíðu Playboy

 Þar kom að flugfreyja neitaði Kate um meira áfengi við lendingu og var fyrirsætunni þá nóg boðið, dró vodkaflösku upp úr handtöskunni og tók vænan slúrk af stút. Þegar hún hlaut áminningu frá flugfreyju, sem bað hana að leggja flöskuna frá sér – öskraði Kate upp yfir sig, kallaði flugmanninn öllum illum nöfnum og hótaði áhöfninni meðan hún ríghélt í flöskuna og hélt áfram að hella í sig áfengi. Þó sögðu sjónarvottar atvikið uppblásið og að Kate hefði verið blíð sem lamb og leikið á alls oddi í eigin kvikindisskap:

Hún var nú eiginlega bara fyndin. Það er varla hægt að tala um dólgslæti, hún sat bara með brennivínið og jós fúkyrðum yfir áhöfnina. Það er eiginlega frekar að áhöfnin hafi brugðist full harkalega við.

Kate, sem fékk lögreglufylgd út úr vélinni, var hins vegar ekki handtekin við komuna til London en flugfélagið, sem gaf út opinbera yfirlýsingu, nefndi fröken Moss ekki á nafn, en nefndi almenn ólæti um borð. Engin kæra hefur verið lögð fram af hálfu beggja málsaðila en þó er víst að það er ekki bara sauðsvartur almúginn sem sýnir dólgslæti, heldur fræga fólkið líka.

Guardian greindi frá.

SHARE