Kennari geymir bréf nemenda og afhendir þeim eftir 20 ár

Kennari nokkur í Bandaríkjunum lætur nemendur sína handskrifa tíu blaðsíðna bréf í gagnfræðaskóla sem hann síðan geymir sjálfur í 20 ár.

Í bréfunum eru nemendur hvattir til þess að skrifa sínar helstu hugleiðingar um tilveruna og vonir og þrár í lífinu. Hvernig þau sjá líf sín fyrir sér og hvað þeim dreymir um að upplifa.

Screen Shot 2014-12-20 at 00.46.03

Kennarinn, sem heitir Bruce Farrer, geymir síðan bréfin í 20 ár og hefur haft þann vanann á að hafa uppi á nemendunum og senda þeim sjálfur bréfin. Þetta er eitthvað sem hann hefur gert á hverju ári fyrir hvern árgang sem hann kennir en hann vill meina að aldrei hafi bréfaskrifin haft eins mikla þýðingu í lífi nemendanna og akkúrat núna á hinni tölvuvæddu öld sem við nú lifum á.

Í myndbandinu sjást gamlir nemendur opna og lesa bréfin sín og segja frá viðbrögðunum við að komast í tengsl við gamlar vonir og þrár.

Fallegt myndband og skemmtilegur innblástur sem fleiri geta ef til vill tileinkað sér að gera.

Tengdar greinar:

Píanókennarinn með stóru röddina

Bréf til dóttur minnar þegar að hún verður 18 ára

Þetta er seinasti séns, nýttu hann vel – bréf til föðurs

 

SHARE