Killing us softly 4: Ímynd kvenna í auglýsingum.

Jean Kilbourne er þekkt á alþjóðavísu fyrir frumkvöðlastarf hennar tengt ímynd kvenna í auglýsingum og fyrir rannsóknir hennar á notkun áfengis og tóbaks í auglýsingum. Um 1970 byrjaði hún að kanna tengsl milli auglýsinga og ýmissa þjóðfélagslegra vandamála, eins og t.d. ofbeldis gagnvart konum, átröskunar og fíknar. Hún átti jafnframt þátt í að stuðla að því að fjölmiðlalæsi gæti komið í veg fyrir þessi vandamál. Á þeim tíma var þessi nálgun róttæk og frumleg, en í dag er hún almenn og óaðskiljanlegur hluti flestra forvarna.

kilbournefor

Milljónir manna um allan heim hafa séð myndirnar hennar, fyrirlestra og viðtöl í sjónvarpi. New York Times tilnefndi Kilbourne sem eina af þremur vinsælustu fyrirlesurum í háskólum. Hún er höfundur hinnar frægu fyrirlestraseríu Killing Us Softly: Advertising’s Image of Women og höfundur verðlaunabókarinnar Can’t Buy My Love: How Advertising Changes the Way We Think and Feel og meðhöfundur bókanna So Sexy So Soon: The New Sexualized Childhood and What Parents Can Do to Protect Their Kids.

Hér fyrir neðan má sjá nýjasta fyrirlestur hennar: Killing Us Softly 4.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hennar.

jeank for

 

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”PTlmho_RovY”]

SHARE