Kimye og Kardashian stórveldið

Á morgun mun stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West ganga í það heilaga í París í Frakklandi. Þetta brúðkaup er umtalað víða um heim og þrátt fyrir miklar vangaveltur og sterkan orðróm um hvar brúðkaupið verður og hvernig það verður, virðist þó bara eitt vera á hreinu. Þau munu gifta sig í París.

Kim og Kanye hafa verið saman frá árinu 2012 en síðan þá hafa þau ferðast um heiminn, setið fyrir á forsíðu bandaríska Vogue, eignast barn saman, orðið eitt umtalaðasta stjörnuparið í heiminum og fengið nafnið Kimye af slúðurpressunni.

Þrátt fyrir að margir vilji meina að Kim sé ekki fræg fyrir neitt þá hefur stúlkan nýtt sér frægð sína til að áorka miklu. Árið 2007 hófst raunveruleikaþátturinn Keeping Up With The Kardashians sem fjallar um fjölskyldu Kim og njóta þeir enn í dag mikilla vinsælda. Þegar tökur á þáttunum hófust ráku Kim og systur hennar litla fatabúð nálægt heimili þeirra í Calabasas sem nú er starfrækt á þremur stöðum í Bandaríkjunum; í Los Angeles, Miami og New York. Kim og systur hennar Kourtney og Khloe hafa sameinað krafta sína í gegnum árin og hjálpuðu til við að hanna fatalínu sem er til sölu  í 400 Sears verslunum, Lipsy í Bretlandi og BabiesRUs.

Árið 2011 þénaði fjölskyldan yfir 7 milljarða en frá því árið 2011 hefur Kardashian-veldið einungis stækkað og var heildarverðmæti fjölskyldunnar metið á eina 9 milljarða árið 2013.

 

Kardashian-Kollection-Spring-Campaign-Sears-491x332

1388503071_keeping-up-with-the-kardashians_2

Kris-Jenner-Kardashian-Kollection-Sears-Launch-Leopard-Print-081811-26-492x500

 

 

SHARE