Þessi æðislega uppskrift er frá Eldhúsperlum

Kjötbollur í chilli rjómasósu (fyrir 6 fullorðna):

Kjötbollur

  • 2 bakkar (1kg) ungnautahakk
  • 1 pakki púrrulaukssúpa
  • 1 pakki Tuc kex, mulið smátt
  • 1 egg
  • 1 tsk nýmalaður svartur piparPage_1

Aðferð: Öllu blandað vel saman, ég set allt innihaldið í hrærivélaskál og læt vélina um erfiðið. Þegar allt er komið saman mótið bollur á stærð við golfkúlur úr hakkinu. Hitið örlitla olíu á pönnu og brúnið bollurnar við frekar háan hita. Færið þær svo yfir í stórt eldfast mót en hellið frá umfram fitunni sem kemur á pönnuna.

Sósan:

  • 3,5 dl rjómi
  • 1 flaska Heinz chilli sósa
  • 1 tsk karrý

Ofaná

  • 1 rauð paprika
  • 1 tsk hunang

Aðferð: Létt þeytið rjómann í skál. Blandið chilli sósunni og karrýinu saman við með sleif og hellið sósunni jafnt yfir bollurnar í eldfasta mótinu. Sneiðið paprikuna þá í frekar mjóa strimla og steikið á vel heitri pönnu. Þegar strimlarnir eru orðnir dálítið vel steiktir setjið þá hunangið á pönnuna þannig að paprikustrimlarnir verði vel hunangsgljáðir. Hellið yfir kjötbollurnar og sósuna og bakið í við 180 gráðu í 20 mínútur. Ég bar réttinn fram með taglietelle og góðu grænu salati.IMG_0935

SHARE