Kjúklingur á pönnu með sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk

Ég rakst á þennan guðdómlega girnilega kjúklingarétt á einhverju ferðalagi um internetið í vikunni. Rétturinn kemur af blogginu hennar Margrétar Lindu – Ljúft í munn og magaÉg mæli með heimsókn þangað, þó ekki á tóman maga.

8017800_orig

Kjúklingur á pönnu með sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk

800 gr kjúklingabringur, skornar í bita

1 krukka sólþurrkaðir tómatar, saxaðir

1 rauð paprika, söxuð

1 græn paprika, söxuð

1 scarlet laukur

1/2 meðalstór haus af spergilkáli, skorinn niður

2 dl hvítvín

3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

1 peli matreiðslurjómi

salt og svartur pipar

kjúklingakraftur eftir smekk

  • Steikið laukinn, sólþurrkuðu tómatana og grænmetið – takið til hliðar og geymið. Steikið síðan kjúklinginn á pönnunni og kryddið.  Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er grænmetinu bætt út á og steikt um stund. Hvítvínið er svo sett út í og soðið niður í um það bil 5 mínutur. Þá er rjómanum hellt út á og látið malla um stund. Smakkað til með salti og pipar og kjúklingakrafti, ég notaði sirka teskeið af Tasty krafti .
  • Gott að bera fram með hýðishrísgrjónum og salati

Tengdar greinar:

Mexíkóskur mangókjúklingur

Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum að hætti Café Sigrún

Vikumatseðill: Krakkavænn kornflexkjúklingur, holl og himnesk súkkulaðikaka

SHARE