Klám er BANNAÐ á Íslandi

Vissuð þið að klám er bannað á Íslandi? Ég vissi það ekki fyrr en nýlega þegar vinkona mín sagði mér það og það kom mér á óvart.

Það kom mér á óvart vegna þess að það er klám alls staðar. Það er til sölu í bókabúðum, til leigu á sumum myndbandaleigum, til sölu í sumum hjálpartækjaverslunum og svo geturðu leigt klámmyndir í gegnum afruglarann á þínu eigin heimili.

Nú er ég ekki að segja að það sé mín skoðun að klám eigi að vera bannað, en mér finnst hinsvegar að það eigi að fylgja lögum, nú.. eða breyta lögunum. Finnst ykkur það ekki?

210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt.

Just sayin´

SHARE