Komdu og vertu besta útgáfan af sjálfri þér!

Laugardaginn 16 nóvember komu 6 hressar konur saman og héldu námskeið í Happ Höfðatúni til styrktar Ljósinu. Yfir 100 konur tóku þátt og komust færri að en vildu. Konurnar 6 hafa því ákveðið að sameina krafta sína á ný og bjóða öllum þeim konum sem vilja virkja kraftinn innra með sér upp á námskeið í janúar í lúxushótelinu Ion á Nesjavöllum. Gisting, matur, skemmtun og fræðsla allt í einum pakka.

Tilgangur dagsins er að konurnar læri að verða besta útgáfan af sjálfri sér með því að ná bæði líkamlegu og andlegu jafnvægi. Talað verður um hvernig styrkja megi ónæmiskerfið, hvernig losa má um streitu og áhyggjur, hvernig jákvæðni, húmor og gleði hefur áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu og hvernig byggja má öflugt sjálfstraust með því að tengjast þeim innra kjarna þar sem hinn raunverulegi styrkur liggur. Einnig verður talað um innsæið, mataræði, mátt hugans og margt margt fleira.

Verð  34.900 kr.

Gisting, matur (kvöld-, morgun- og hádegisverður), fræðsla og skemmtun; allt í einum pakka.

Hvar: Ion hótelinu Nesjavöllum

Hvenær: Föstudagur 17 janúar 2014 17.00-22.00

Laugardagur 18 janúar 2014  frá 08.00-18.00

Tilboðsverð sem gildir til 24. nóvember  29.900 kr. miðað við tvær saman í herbergi.

Fyrirlesarar á þessu námskeiði eru:

helga marin pro

Helga Marin er Heilsu og ‘Iþróttafræðingur og markþjálfi með BA í sálfræði og heilsu og íþróttafræði. Hún er búsett er í Dubai en er komin hingað til lands í stuttan tíma til að vera með fyrirlestra og námskeið. Helga rekur sitt eigið fyrirtæki, Health, Mind and Body í Dubai og hefur unnið sér þar sess sem þekktur heilsufræðingur fyrir þær óhefðbundnu leiðir sem hún fer. Helga hefur útbúið fjölda námskeiða sem fyrirbyggja og veita lausnir gegn sjúkdómum, sjálfseflingarnámskeið, streitu-lausnir og aðhaldsnámskeið.

guðrún b

Guðrún Bergmann hefur staðið fyrir ýmis konar sjálfsræktarnámskeiðum allt frá árinu 1990. Hún hefur lagt ríka áherslu á að viðhalda megi góðu heilsufari með náttúrulegum aðferðum. Guðrún hefur verið nokkuð afkastamikill rithöfundur og eftir hana hafa komið út fjórtán bækur. Að auki hefur hún þýtt tíu bækur um sjálfsrækt og heilsutengd málefni úr ensku yfir á íslensku.

ingrid

Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um fræðslumál, sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.
Ingrid er ásamt Eyþóri Eðvarðssyni ritstjóri bókarinnar Management van mensen (Stjórnun fólks) sem kom út í Hollandi árið 1998. Árið 2006 kom út bókin hennar Tímastjórnun í starfi og einkalífi. Hún hefur verið meðlimur í ritnefnd og síðan 2008 ritstjóri tímaritsins Impetus sem Félag aðstoðarmanna forstjóra (EUMA – European Management Assistants) á Íslandi gefur út.

Lukka

Lukka Pálsdóttir er sjúkraþjálfari og EMBA frá HR. Hún starfaði um árabil sem einkaþjálfari og hefur haldið fyrirlestra og skrifað ýmsar greinar um hollar lífsvenjur. Lukka stofnaði fyrirtæki sitt, Happ í byrjun árs 2009 og hefur unnið ötullega að því að bæta heilsu samferðamanna sinna með hollum mat. Hún lítur fyrst og fremst á ævistarf sitt sem lið í því að bæta lífsgæði fólks.

edda

Húmor – heilsa – hamingja og hlátur.

bjargey

Bjargey Aðalsteinsdóttir hefur  33 ára reynslu stjórnum og  á heilbrigðissviði hérlendis og erlendis m.a. við að kenna  og stjórnum hóptíma í þolfimi, yoga, krafttíma, vatnsleikfimi, stöðvaþjálfun, hjólatíma, hugleiðslu og haldið fjölmarga fyrirlestra um málefnið.  H’un stjórnaði og rak sína eigin líkamsræktarstöð í 5 ár með fyrirlestra á lokuðum námskeiðum um heilsu og næringu.  Hún er eigandi og umsjónarmaður Ný og Betri síðan 2004, námskeiða fyrir konur og karla á erlendri grund til að bæta líkama og sál. Hún stundaði og lauk Anthony Robbins University 2002-2005.  Kláraði Brautargengið námskeið vorið 2007.  Kláraði 12 vikna Dale Carnegie námskeið haustið 2007.  Útskrifaðist sem jógakennari desember 2010. Félagi í FKA og hef verið í ferðanefnd og nú í fræðslunefnd félagsins. Er í námi Executive Coaching námi hjá Háskóla Reykjavíkur, útskrift áætlað maí 2014.

Frekari upplýsingar:
www.healthmindbody.net
helga@healthmindbody.net
Sími 8458174

SHARE