Konur urðu blindar eina nóttina vegna síma

Þegar við liggum í rúminu á kvöldin og erum að fara að sofa er afar algengt að við leitum í eitthvað sem hjálpar okkur að sofna. Ein slík athöfn er að taka símann sinn upp í rúm og fara að skoða í honum, hvort sem við erum bara að ná okkur niður með því að skoða facebook, horfa á myndbönd, fara í leiki, skrifa skilaboð eða skoða tölvupósta. Raunin er sú að munurinn á birtustigi herbergisins og birtunnar sem kemur af skjánum er mjög slæm fyrir augun á okkur. Samkvæmt The Guardian fóru tvær konur til læknis vegna þess að þær urðu tímabundið blindar að nóttu til, en þær skildu ekki hvers vegna.

Sjá einnig: Er snjallsíminn að aflaga á þér litla fingurinn?

Konurnar fengu loks greiningu sína og kom í ljós að þær voru með blindu af völdum farsíma síns og kemur hún vegna þess að þær voru mikið að taka upp síma sinn og leggja hann frá sér í myrkri á kvöldin. Vegna mikils munar á birtu herbergisins og birtunnar á skjánum eru augun lengi að aðlagast birtunni og ef þú liggur á hliðinni og horfir meira á skjáinn með örðu auganu á meðan hitt er meira aðlagaðra myrkrinu ert þú að setja mikið álag á augun þín.

Vísindalegar niðurstöður sem birtar voru í New England Journal of Medicine kemur fram að þessi tímabundna blinda er vegna þess að það auga sem aðlagast ljósinu af skjánum, verður viðkvæmara fyrir birtunni og þegar ljósið er tekið í burtu, verður það til þess að bjartir blettir sjást á sjónsviði þínu, þó að þú ert með lokuð augun. Þetta þýðir þó ekki endilega að þetta skaði sjón þína, enda hefur langtímaskaðsemi ekki verið skoðuð að viti.

Sjá einnig: Hvað er að koma fyrir hálsinn á þér? Ertu of mikið í símanum?

Það borgar sig þó ekki að taka of mikla áhættu með sjón sína og því gæti verið skynsamt að minnka birtustig á símanum á meðan þú liggur í dimmunni.

SHARE