Kraftaverkabarn: Heilinn óx út um höfuðkúpu hans

Þegar móðir Bentley litla fór í 22 vikna skanna var henni bent á að tala við taugaskurðlækni, vegna þess að hann var með heilahaull, sem þýðir að heili hans út úr höfuðkúpu hans. Tilfellin eru misjöfn eftir því sem þau eru mörg og getur það reynst mjög hættulegt og því lífslíkur barnanna oft ekki góðar. Heilahaull getur átt sér stað hjá 1 af 10.000 börnum, en veltur það alfarið á alvarleika hans, hverjar lífslíkurnar eru. Foreldrum litla drengsins var sagt að þau ættu að búa sig undir að hann myndi deyja stuttu eftir fæðingu, en stuttu síðar sögðu læknar þeim frá þeim möguleikum sem væru í boði, sem kveikti von hjá þeim.

Sjá einnig: Fæðingargalli – Hluti af heila óx út um nef hans

Bentley gekkst undir veigamikla aðgerð til að laga ástandið og fól það í sér allra nýjustu tækni í læknavísindunum. Þrívíddarmódel var gert af höfuðkúpu hans og gerði læknum þar með kleift að komast langleiðina með að ákveða hvernig aðgerðin sjálf ætti sér stað. Áður fyrr tóku slíkar aðgerðir margar klukkustundir, en fyrir tilstilli tækninnar, tók hún mun styttri tíma. Aðgerðin var þó ekki hættulaus og ekki er enn komið í ljós hvernig Bentley litli eigi eftir að spjara sig í framtíðinni, en skurðlæknar náðu að setja heila hans aftur inn í höfuðkúpuna.

 

 

gallery-1466603474-20160523-yoderfamily-11

gallery-1466602793-20160523-yoderfamily-6

gallery-1466603724-20160523-yoderfamily-46

gallery-1466603795-20160524-encephaloceleor-42

gallery-1466604025-bentley

gallery-1466606370-screen-shot-2016-06-22-at-103856-am

SHARE