Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian sleit 9 ára sambandi við barnsföður sinn, Scott, í júlí á þessu ári en móðir Kourtney hefur þó enn trú á að þau byrji saman aftur.

Sjá einnig: Myndir: Er Scott að halda framhjá Kourtney Kardashian?

Saman eiga Kourtney og Scott þrjú börn en gengið hefur á ýmsu í gegnum árin. Scott hefur átt við áfengisvandamál að stríða og eftir að hann missti foreldra sína snögglega með skömmu millibili átti hann afar erfitt uppdráttar.

Þegar myndir af Scott og öðrum konum í sumarfríi birtust í fjölmiðlum fékk Kourtney nóg og henti honum útaf heimilinu.

Sjá einnig: Scott Disick: Farinn að vera með vinkonu Kourtney Kardashian

Í nýlegu viðtali við Access Hollywood tjáði Kris, móðir Kourtney, sig um samband Kourtney og Scott en hún sagði að þau þyrftu að vinna í sínum málum. Kris sagði einnig að hann væri frábær faðir og að hún liti á hann sem sinn eigin son.

Kris trúir því einnig að samband Kourtney og Scott séu ekki ennþá búið.

Sjá einnig: Scott Disick gripinn í kossaflensi við ókunnuga ljósku í Los Angeles

Kris-Jenner-Is-Pressuring-Pregnant-Kourtney-Kardashian-into-Marrying-Scott-Disick-446022-2

Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.

Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.

SHARE