Kynlíf – Nokkrar hugsanlegar ástæður lítillar kynlífslöngunar

Mjög margir, raunar milljónir karla og kvenna hafa litla kynlífslöngun. 

 

Fjöldi fólks hefur litla kynlífslöngun. Nýleg könnun sem var gerð í Bretlandi leiddi í ljós að um 49% allra hjóna töldu að mikið vantaði upp á að kynlíf þeirra væri gott.

Kynlífslöngun fólks er auðvitað mjög mismunandi en ef þú hefur tekið eftir að breyting hafi orðið á er rétt að reyna að átta sig á ástæðum þess. Samkvæmt áliti  dr. Michael Perring sem hefur sérhæft sig í að hjálpa fólki sem á í kynlífsvanda gætu þær verið hvort sem er líkamlegar eða andlegar.

Yfirleitt má segja að þegar kynlíf fólks er gott er heilsan góð. Lítil löngun til kynlífs eða risvandamál getur oft bent til undirliggjandi sjúkdóms, t.d. sykursýki. En í þessari grein sem birt var á DailyMail benda sérfræðingarnir á ýmsar  ástæður fyrir lítilli kynlífslöngun fólks.

 

Kaldir fætur

Satt að segja er það furðulegt að oftar en ekki kippir það ástandinu í lag að konan fari bara í sokka!   Við háskólann í Groningen í Hollandi kom í rannsókn fram að um 80% kvenna fékk fullnægingu þegar þær voru í sokkum en um 50% kvenna sem voru berfættar.

Skalli

Sumir sem hafa misst hárið eru ekki ánægðir með útlitið og það getur vissulega haft áhrif á kynlífið. Á hinn bóginn er uppi sú kenning að sköllóttir menn séu allra manna kynþokkafyllstir. Lyf sem eru á markaðnum og eiga að örva hárvöxt draga sum úr testósterón myndun líkamans og geta því verið varasöm. Þetta er rétt að menn séu upplýstir um.

.

Stíflað nef

Mjög margt bendir til þess að lyktin- lyktarskynið skipti miklu í sambandi við kynlífslöngunina. Þetta hefur verið rannsakað sérstaklega í Svíþjóð og kom í ljós að þeir sem voru með „krónískt“ stíflað nef lifðu miklu lélegra kynlífi en hinir sem ekki voru með stíflað nef. Talið er að ómeðvitað skynji heilinn ástand fólks í kringum okkur um lyktarskynið. Lyktin af testósteróni og ostrógeni hefur áhrif á undirstúkuna sem hefur margslungin og miklvæg hlutverk t.d. hvað varðar tilfinningalífið, hormón og kynlífshegðun.

Astma sjúklingar hafa truflað lyktarskyn og gæti það verið ein skýringin á því að mikill fjöldi þeirra segir að kynlíf þeirra sé ekki ásættanlegt.

 

Sjónvarp í svefnherberginu

Það er  staðreynd að hjón sem hafa sjónvarp í svefnherberginu hafa kynmök helmingi sjaldnar en þeir sem ekki gera það. Einnig kom í ljós í rannsókn sem gerð var um þetta að það skiptir máli hvað verið er að horfa á. Ofbeldismyndir og raunveruleikaþættir virka eins og vatn á eld og slökkva alla löngun.

Víndrykkja  

Það er kunnara en frá þurfi að segja og staðfest með rannsóknum að alkohól hefur áhrif á kynlíf fólks og er að hluta til af því að alkohólið slævir næmi húðarinnar. Rannsóknir sýna að oft virðist sem áhrifin vari þó að drykkjunni sé hætt. Þess vegna vara vísindamenn t.d. við unglingadrykkju sem þeir telja að geti skaðað unglingana til frambúðar.

 

 

Getnaðarvarnapillan

Þetta vita margir en komið hefur í ljós í rannsóknum að pillan virðist tengjast dvínandi kynlífslöngun kvenna. Umfangsmikil rannsókn var gerð við háskólann í Heidelberg og töldu rannsakendur sig komast að því að pillan beinlínis olli ýmsum vandamálum kvenna tengdum kynlífinu. Athyglin beinist nú að því inngripi í hormónaframleiðsluna sem pillan veldur.

 

Þyngdin 

Mikil fitusöfnun hefur áhrif á testosterón framleiðslu líkamans sem hefur áhrif bæði á konur og karla. Fitusöfnun hefur slæm áhrif á öll svið mannlegs lífs, líka á kynlífið.

Þunglyndislyf

Sum þunglyndislyf geta dregið úr kynlífslöngun. Vísindamenn telja að það sé vegna þeirra áhrifa sem þau hafa á dópamín heilans. Það slævir skarpar tilfinningar – sem  slær á þunglyndishugsanir en hefur líka áhrif á kynlífslöngunina. Þunglyndislyf geta líka valdið risvandamálum hjá karlmönnum.

 

Læknar ráðleggja fólki sem þarf á þunglyndislyfjum að halda og finnur fyrir breytingu á kynlífslöngun sinni að athuga hvort ekki sé unnt að breyta meðferð, t.d. huga að atferlismeðferð. Mikilvægt er að þetta sé athugað en ekki stokkið á að kenna makanum um breytta kynlífslöngun.

 

…Drasl í svefnherberginu 

Það er ekkert rómantískt við drasl í svefnherberginu og telja þeir sem hafa kynnt sér málið að það geti hreinlega skemmt alveg stemninguna. Það er ekki mjög rómantískt að fara að spá í draslið þegar hæst stendur!

 

SHARE