Kynslóðin í dag – Það er til fullt af góðu fólki til

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

Flestir krakkar í dag vilja stundum meina að samfélagið sé „spillt“, auðvitað ekki allir en það er í miklum meirahluta. En pælum við aldrei í því að við erum hluti af þessu samfélagi og það er líka svolítið undir okkur komið að reyna sína breytingu, þá allir saman og þá væri mögulega hægt að mynda frið hjá sumu fólki. Krakkar sem lenda í einelti og bera alltaf höfuðið hátt eru hetjur, það er auðvelt að brotna niður og sjá engann tilgang í lífinu. En hversu illa þú lendir í því þá er alltaf jafnmikill tilgangur fyrir þig að lifa og fyrir aðra, maður sér það bara ekki alltaf.

Sumir vilja ekki trúa að það séu til rosalega góðhjartaðar manneskjur í þessum heimi, en jú það eru til fullt af þannig manneskjum en maður sér það ekki alltaf því við erum of upptekinn af því neikvæða sem er að gerast. Á sínum tíma var formspring ein mesta eineltissíðan, og það var um talað í fréttunum nokkrum sinnum. Facebook er líka góð lausn fyrir niðurrakkanir og allt tengt því, afþví þú ert bakvið tölvuskjá þar sem sumir geta ekki byggt upp kjark til að tala við manneskjuna í persónu. Afhverju þá að segja eitthvað í fyrsta lagi? Þó manneskja sé öðruvísi en þú á eitthvern hátt þá er ekkert að henni og ekkert verri en þú. Ef við hötum eitthverja manneskju þá sjáum við allt neikvætt við hana og segjum allskonar hluti, og mikið af þessum hlutum sem maður segir er bara ein stór steypa. Eins og að þessi sé feit, geðveik, segi þetta og gerir þetta þó svo við vitum kannski að það sé ekki þannig í raun og veru, en maður ræður ekki við sig því neikvæðu hugsanirnar hrúgast inn þegar þessa ákveðna manneskja kemur í huga manns. Ég er nú kannski ekkert skárri en ég viðurkenni það þó og reyni mitt besta að gera gott úr mér. Lygasögur eru jú mjög vinsælar nú til dags, er það ekki? Fólk byrjar sögur sem eru ekki sannar, aðrir heyra og segja öðrum, svo er trúað þessu án þess að hugsa útí það að spurja manneskjuna sem er fórnarlamb þessarar lygasögu. Því í rauninni höfum við minnstu hugmynd hvort þetta sé satt eða ekki. Maður varla má eitthvað nú til dags og þá er það umtalað, fordómarnir koma og þú skilur ekkert í neinu. Eins og þegar krakkar sem eru 15 ára eru byrjaðir að drekka, þá eru þau bara sorar. Nei þannig er það ekki. Sori er ofnotað orð í mjög röngum tilfellum, ef þau taka ákvörðunina um að byrja drekka þá er ekki undir okkur komið að opna á okkur munninn og byrja að tala. Stelpur að missa meydóminn ungar að aldrei, þó svo við myndum kannski ekki byrja svona ung þá er þetta ekki okkar mál og ætti ekki að trufla okkur, hugsum um okkur sjálf og lítum í eigin barm. Sama hvaða lífstíl fólk velur sér, þá er það aldrei okkar mál. Við sjáum um að gera okkur að betri manneskju. Ættum ekki að vera tala neinn skít um hvað aðra kjósa að gera. Því stundum gerir fólk mistök, og þá er lært af þeim. Sama hversu asnalega þetta mun hljóma þá erum við okkur eigin rithöfundur í lífinu, þá skrifum við með penna og þá er því ekki breytt. Enginn er eins, reynum að virða það. Ákvarðanir, mistök, lífstíll, og allt þessu tengt er persónubundið… ekki almenningsbundið! Fólk á að fá að ganga í þeim fötum sem þau vilja án þess að kommentin flæða inn um að þetta sé ekki nógu flott merki, ekki merkjavara og að maður sé öðruvísi. Ert þú þá eitthvað skárri ef þú ert að fylgja tískubylgjunni sem er því miður að tröllríða þessu litla landi. Okkur finnst kannski sum föt ekki flott og myndum ekki ganga í þeim, en það erum við og aðrir sem myndu aldrei ganga í eitthverju sem þú klæðist svo þekkjum okkar takmörk og leyfum öðrum að kjósa sinn eigin stíl. Við höfum ekki rétt á að líta á manneskju og segja að hún/hann sé anorexíusjúklingur eða offitusjúklingur. Það er til góð lína á að vera feitur, með línur og vera þybbinn. Það er einungis góð lína að vera rosa grannur, grannur og með sléttann maga.

Fólk með fæðingargalla, skarð í vör, ör í andliti, holgóma eða eitthvað annað eru ekki ljót, þetta er hluti af manni og alltaf er hægt að finna fegurð í manneskju sama hversu væmið þetta hljómar. Stelpa sem hefur sofið hjá fleiri strákum en þú er ekki drusla eða hóra. Það er furðulegt hvað strákar mega sofa hjá eins mörgum stelpum og þeir mögulega vilja, þá eru þeir meistarar, „refur“ og enginn pælir í því en ef stelpa sefur hjá tildæmis yfir 5 strákum eða yfir þá er hún bara stimpluð hóra, drusla og lauslát. Hvað er í gangi með það? Auðvitað á maður ekki að sofa hjá endalaust af strákum eða stelpum en allir hafa sín takmörk og þá er það þeirra mál. Ef manneskja er ánægð með hvernig hún/hann er og vil vera svona, þá er þitt álit til einskis og ekki getur þú breytt manneskjunni?? Nei, þitt álit verður ekkert. Fordómar og rasismar hrúgast að eins og bensín á eld. Það hafa allir komment á eitthvað sem tengist fólki frá öðru landi, svörtum og fólki í öðrum trúarflokki. Og okkur finnst það alveg í lagi en það er skrýtið ef „þetta“ fólk hefur eitthvað að segja um okkur. Þetta er svo rangt, engum á að þurfa líða illa eða finnast eins og þau séu einskis virði. Við höfum öll okkar skoðanir, neikvæðar og jákvæðar en stundum er best að þegja bara og þá verður ekki vesen.

Við erum öll fullkomin á okkar hátt og við erum öll mikilvægt. Ég er alls ekki að meina þetta til allra, en því miður eru of margir svona. Svo þú sem ert að lesa þetta, gerðu það sem þú vilt gera og ekki hafa fyrir því að hugsa eitthvað um hvað aðrir hafa að segja því þú hefur alltaf eitthvern sem stendur með þér og þú ert þinn eigin yfirmaður, álit fólks mun drukkna í sjálfstraustinu þínu!

„Im on my right track cause baby I was born this way“ Takk fyrir 🙂

 

SHARE